miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Var að horfa á Bingó áðan á skjá einum. Hversu hyper er þessi Villi naglbýtur, það var eins og hann hefði drukkið 6 lítra af kóki áður en útsendingin hófst og væri ósofinn síðustu þrjá daga. Hann hætti ekki að tala í eina sekúndu, augun galopin og þegar að fólk hringdi inn með bingó þá hlustaði hann eiginlega ekkert á hvað það var að segja heldur frussaði e-u óskiljanlegu út úr sér. Gullkindin 2005....jafnvel!

Ég upplifði svona hugljómun í gærkvöldi. Ég var að hlusta á Smile týndu plötuna hans Brian Wilson í Beach Boys. Ég varð alveg hugfanginn af þessum manni. Tónlistarsnillingur sem klikkaðist við gerð Smile, sem átti að fylgja hinni ótrúlegu plötu Pet Sounds eftir (Sú plata inniheldur einmitt mitt uppaháldslag fyrr og síðar: God only knows). Það var ekki fyrr en í kringum 1990 að hann byrjaði aftur að láta að sér kveða en einungis í litlum mæli. En núna virðist hann vera kominn aftur for gut og er víst bara í fantaformi. Hann smellti sér í studíó og þurrkaði rykið af gömlu upptökunum af Smile, endurhljóðblandaði allt saman og gaf þetta út. Mér finnst þetta svo spennandi, ég er nefnilega ekki alveg viss að fólk átti sig almennt á snilligáfu þessa manns. Það verður því gaman að sjá hvort að það komi ekki e-ð fleira sniðugt frá honum á næstu misserum. Mér finnst eins og ný von hafi vaknað í sambandi við e-ð sem einu sinni hefði geta orðið. Tjékkið á honum á www.brianwilson.com.

4 Comments:

Blogger arna said...

ætlaru á tónleikana? langar þig að bjóða mér á þá? :)

1:06 f.h.  
Blogger Óli said...

Ertu að meina þetta gervi beach boys band sem ætlar að spila hér á landi....úfff veit ekki. Ok ég skal bjóða þér á þá ef þú býður mér á tónleika með Brian Wilson e-ð staðar úti!!

8:46 e.h.  
Blogger arna said...

úti? as in í útlöndum? hmm.. já kannski..
annars er þetta alveg jafn gott og beach boys. auðvitað er þetta ekki "the real thing" en þetta er það næsta sem fólk á okkar aldri kemst að því að heyra beach boys á tónleikum.. ekki sammála?

2:16 f.h.  
Blogger Óli said...

Nei....það held ég nú að sé frekar að sjá Brian Wilson, en ég veit það ekki þetta er örugglega ákveðin upplifun.

5:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home