sunnudagur, nóvember 14, 2004

Drapst í sófanum í gær...flottur! Vaknaði síðan í morgun af værum blundi við það að Gutti minn labbaði fram hjá mér með mús/rottu í kjaftinum OOOOOOJJJJJJJJJJJJJJ. Ég rauk á fætur öskraði og reyndi að haga mér eins og karlmenni í ögrandi aðstæðum..gekk ekki alveg. Gutti fór með ógeðið inn í geymslu og ég á eftir með viskustykki til að taka hræið upp og henda því. En viti menn þegar ég kom nær sá ég að hún hreyfði sig.....yes ladies and gentelmen its alive! Ég hljóp til og sótti Kela, the man of the house, henti honum inn í geymslu ásamt Gutta og lokaði, þeir áttu að sjá um að ganga frá kvikindinu. En geymslan mín er svo skemmtilega hönnuð að viðbjóðurinn gat skriðið undir parketið og kettirnir náðu ekki til hennar. Þannig að þegar þetta er skrifað er mús/rotta sennilega að rotna undir parketinu inn í geymslu....is that not Wunderful!! Ég hef um tvennt að velja, selja íbúðina og flytja eða búa hérna áfram með mjög skrýtna lykt í geymslunni í svona eitt ár.
Nóg um það. Í framhaldi af topp tíu listanum um tónlist ætla ég nú að gera slíkan lista um sjónvarpsþætti:

  1. The Office - Frumlegasti þáttur sem ég hef séð í sjónvarpi. Snilldarlega skrifaðir og leikurinn það raunverulegur að margir halda að þetta sé raunveruleikasjónvarp. Eins og allt sem er gott þá er hugmyndin ekki mjólkuð og aðeins tvær seríur gerðar og einn loka special þáttur. Reyndar er verið að gera bandaríska útgáfu af honum, sem verður örugglega e-ð prump.
  2. Friends - Þarf e-ð að segja um þetta, maður ólst upp með þeim og lets face it þetta er partur af manni.
  3. Staupasteinn - Bara það að heyra upphafsstefið hellist yfir mig nostalgíukast eins og flóðbylgja.
  4. Survivor - Húmanskur sori í allri sinni dýrð. Þú getur unnið milljón dollara en þarft að láta af hendi sálina. Frábært sjónvarpsefni.
  5. Sönn íslensk sakamál - Spúkí þættir um íslenskan veruleika. Narrataðir af Sigurgeiri Másyni (heitir hann það ekki annars?) sem er með ákkurat réttu röddina í djobbið.
  6. Fóstbræður - Allavega hluti af þeim. Nokkrir ógleymanlegir sketsjar, eins og Jón Gnarr í hlutverki sækópatans. "Gústi bara laminn í klessu í gær" "Ha..e-ð alvarlegt?" "Já mjög alvarlegt, hann liggur inn á spítala" " og veistu hver gerði þetta?" " Já ég veit það alveg, það var ég". Sennilega það besta sem komið hefur í íslensku sjónvarpi.
  7. Sopranos - Goodfellas on tv. Tony er flottasti karakterinn...sjarmatröll sem er nettur sækó on the side.
  8. Innlit útlit - Sénsin Bensín. Jamie Oliver -Manni langar að borða allt sem hann gerir og líka stundum hann sjálfan, nei reyndar á það frekar við þegar Nigella eldar...úff hún má smyrja botninn á mér hvenær sem er.(oj hvað þetta er perralegt)
  9. The Apprentis - Trump er eins og James Bond viðskiptaheimsins með hártopp. Svipar til Survivor að þarna er allur skalinn af fjölbreytileika mannskepnunar, en þó oftar en ekki dekkri hlið hans.
  10. Nágrannar - Þessi þáttur er þeim einstöku kostum gæddur að maður getur sest hvenær sem er að skjánum og dottið inn í söguþráðinn eftir fimm mínútur þótt að maður hafi ekki séð hann í marga mánuði. Reyndar á það við um allar sápuóperur en þetta er bara svo mikill klassaþáttur og hann er búinn að vera svo lengi í gangi.

Þeir þættir sem komust næstum því á voru The O.C. ok kannski smá gelgjudrama en ég held að allir hafi lúmskt gaman af. Þetta er svona Beverly hills 902.....nr. 2. Einnig Monty python, en ég held að þeir hafi aldrei verið í íslensku sjónvarpi. Samt byltingarkenndir þættir og sýrðir með eindæmum...Ministry of silly walks er klassískt sketch sem allir verða að sjá. Jæja best að fara að athuga hvort að lyktin sé byrjuð að magnast.


5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

gleymdir ad minnast á 24...Kiefer er algjort aedi!!! Svo fynnst mér frekar svekkjandi ad Dallas og Fame hafi ekki komist inná listann....ég meina thad er ekki til meiri BAD guy heldur en JR...og enginn toppar Leroy´s moves....!!!1
PrinsessaL

8:51 e.h.  
Blogger Óli said...

Ég hef aldrei dottið inn í 24. Dallas og Fame? Ég var svo lítill þegar að þeir voru sýndir, þeir eru kannski meira fyrir fólk á þínum aldri : ) Fólk sem man þá tíð þegar hesturinn var þarfasti þjónninn og allar konur kunnu að hekla.

9:43 e.h.  
Blogger arna said...

Sigursteinn Másson heitir hann víst..
hvað með l word? eru ekki karlmenn á íaslandi að missa sig yfir þeim þætti? ég heyrði því alla vega fleygt..

12:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jamm einmitt er fra theim tima....og bunad laera ad hekla...
viltu teppi?
PrinsessaL

10:50 e.h.  
Blogger Óli said...

Mér finnst þessir L word nú bara vera e-ð prump. Hvað er með stráka og lessur?

10:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home