Helvíti var flott að sjá minn mann hann Þórólf borgarstjóra í essinu sínu í Ísland í dag. Var með fín svör við annars leiðinlega árásargjörnum spurningum þeirra Jóhönnu og Þórhalls. Veit e-r annars hver pabbi hennar Jóhönnu er? Það virtist vera smá hitamál þarna í viðtalinu þegar að Þórólfur minntist á pabba hennar. En varðandi þetta viðtal, ég meina er hann maðurinn sem á að taka allan hitann út af þessu máli? Hvar eru þeir sem stjórnuðu þessum fyrirtækjum? Af hverju eru þeir ekki spurðir? Getur verið að þeir séu komnir í stjórnunarstöður hjá öðrum fyrirtækjum og hafi það fínt í sínu verndaða umhverfi. Ég sá helvíti fína hugmynd í e-u netbréfi sme gengur núna manna á milli. Þar var lagt til að refsing olíurisana yrði að allir myndu nú aðeins kaupa BENSÍN á bensínstöðvunum, ekkert annað! Ekkert nammi eða matvörur, heldur eingöngu bensín. Mér finnst þetta svolítið sniðugt. Fólk kemst ekki af án bensíns, en þetta er ein leið að láta þá finna til tevatnsins.
En ég var að koma úr bíó þar sem að ég sá Niceland eftir Friðrik "ég skulda svo mikla peninga að ég get ekki farið út án þess að vera laminn" þór Friðrikson. Frekar hæg og artí en skoski leikarinn sem leikur Max ( ég man ekki hvað hann heitir - hann lék í Billy elliott) stelur alveg senunni. Hann er frábær, en ég veit ekki með þessa mynd. Hún var ágæt, en engin Blossi eða Opinberun Hannesar.
6 Comments:
Opinberun Hannesar er ekki annað en meistaraverk. Er í uppáhaldi hjá mér eftir Glitter auðvitað.
Pabbi hennar er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og hann situr í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðismenn. En mér finnst að Þórólfur eigi að segja af sér.
Hvað meinarðu? Þórólfur kann að vera félagslyndur og indæll með eindæmum, en það er hrein móðgun við embættið og borgarana að segja ekki af sér eftir að flett hefur verið ofan af því hverslags dómgreindarleysi og sóðaskap hann er sekur um! Svo neitar hann að segja af sér! Merkilegt bara.
Allavega, ekki sammála :)
Kristinn
Eina sem ég er að segja að forstjórarnir eigi að axla þessa ábyrgð en ekki hann. Hann tók við skipunum frá valdamiklum mönnum sem ekki er auðvelt að setja sig upp á móti. Hver veit hvað hefði gerst hefði hann gert það...career suicide? Hann sá eftir þessu og vann mikið með samkeppnisstofnun við rannsókn málsins. Auðvitað á hann að vera fyrirmynd sem borgarstjóri og því meira vænst af honum en öðrum. En ég myndi sjá eftir honum og vill ekki sjá Dag B. Eggertsson eða Gísla Martein (come on) í stólnum.
Það sem Þórólfur hefði átt að gera á sínum tíma var að labba út, en það gerði hann ekki. Hann vissi alveg hvað var í gangi en hann tók jafn mikinn þátt í því eins og forstjórarnir. Auðvitað eiga þeir að axla ábyrgð líka, en ekki síður Þórólfur. Og svo ef borgin fer í mál við olíufélögin þá eru þeir í svo erfiðri stöðu, með einn af aðal mönnunum sem tóku þátt í svindlinu í borgarstjórasætinu..
Það er bara fáránlegt.
Það getur vel verið að Þórólfur sé besti maðurinn sem við eigum völ á í þetta embætti, en það er samt eitthvað bogið við það að vera með hann þarna á sama tíma og þjóðin er að tryllast út í olíufélögin.
En ég er alveg sammála þér í því að forstjórarnir eiga að axla ábyrgðina frekar en undirmenn þeirra, Þórólfur hinsvegar er ekki trúverðurgur eftir þetta allt saman og ætti að segja af sér.
Cheers,
Kristinn
Skrifa ummæli
<< Home