mánudagur, nóvember 08, 2004

Jæja verkfallið byrjað aftur...frábært, ég er ekki alveg að nenna því. En það verður sem betur fer ekki jafn langt og síðast, bara svona ein til tvær vikur. En hvað um það, ég hélt hið fínasta staffapartý á föstudag og í tilefni af því hef ég verið að velta fyrir varðandi partýhald. Hvað þarf að gera til skapa gott partý? Ég hef nú haldið þau nokkur í gegnum tíðina og farið í sum en ekki önnur. Hérna kemur pæling dagsins varðandi þetta:

  1. Það lang mikilvægasta eru gestirnir í partýinu. Sú gullna regla gildir ávallt að mínu mati að því fleiri sem mæta því betra. Það sannaði sig ósjaldan í mögnuðum partýjum hjá þeim vopnabræðrum Hauki og Kidda í Stúfholtinu forðum daga. Fullt af fólki sem ekki endilega þekktust. Því færri sem þekkjast því fjölbreyttari samræður og spennandi augngotur út um allt hús.
  2. Sem gestgjafi verður maður að vera gæddur ákveðnum eiginleikum. Maður verður að brydda upp á samræðum en alls ekki stjórna þeim um of. Partýið má helst ekki snúast um gestgjafann, það er of þvingað og leiðinlegt. Vera duglegur að tengja fólk saman þannig að allir séu í góðum fíling. Vera ávallt opinn og hress og ALLS EKKI stressa sig of mikið á innbúinu. Ef þú átt e-ð sem þú vilt ekki að skemmist komdu því þá frá áður en að partýið byrjar.
  3. Það er aldrei slæmt að eiga auka áfengi eða bjór í kæliskápnum til handa þeim sem minna mega sín í þeim efnum.
  4. Góð tónlist skapar oft partýstemmninguna. Tónlistinn má þó ekki vera of yfirgnæfandi í byrjun þegar að fólk er að koma sér í stellingar. E-ð svona grúví shit þar sem að söngurinn er ekki í aðalhlutverki gengur alltaf vel ofan í mannskapinn í byrjun. En þegar líða tekur á kvöldið er alltaf gott að taka fram superhits of the 90´s og spila Take That full blast. En þetta má að sjálfsögðu ekki gera fyrr en flestir eru orðnir þvoglumæltir með eindæmum. Það sama gildir að mínu mati um gítarinn. Bestu partýin eru oft gítarpartý, en það er v.i.p. að allir séu on board að taka undir í söngnum. Því að þegar gítarinn byrjar að væla þá er ekki mikið pláss fyrir samræður. Þannig að gítar eða superhits í seinni hluta partýis
  5. Hreinlæti. Frekar mikilvægt. Sérstaklega klósettið, eftir að hafa búið með konu lærir maður að pissublettir og loðin seta koma konum yfirleitt úr öllu stuði, hvernig sem litið er á málið og í hvaða aðstæðum sem er. Þó finnst mér að ekki megi taka of mikið til, þá verður allt svo stirrt. Eins og ég talaði áðan um mikilvægi gestgjafans, þá getur of mikið hreinlæti komið honum úr jafnvægi. Hann má ekki horfa í kringum sig og segja "vá ég vissi ekki að gólfið væri svona á litinn, engin furða að þetta sé kallað töfrakústur!"
  6. Það er ekki verra að fela allt pornið. Það er sennilega ekkert mikið stuð fyrir gestgjafann að koma inn í svefnherbergið sitt og sjá alla vera í góðum fíling að fara í gegnum safnið. Það gæti reyndar alveg verið gaman fyrir hina, en ég veit það ekki......
  7. Gleyma nágrönnunum. Það þýðir ekkert að hafa áhyggjur af þeim. Ég meina jú jú það er alveg hægt að fara og láta vita af partýinu með fyrirvara, en er maður þá ekki bara að gefa fólki færi á því að nöldra. Ég hef allavega aldrei spurt kóng né prest.
  8. Koma fólki út á skikkanlegum tíma. Það er langbest ef allir fara saman í bæinn og halda hópinn. Að mínu mati er 1 fínn tími, allir í góðum fíling og engin farin á of mikið trúnó til að geta drifið sig í bæinn.
  9. Helst ekki vera of fullur sjálfur sem gestgjafi. Það er svo glatað að leggja ábyrgð gestgjafans á e-n annan vegna þess að þú ert dauður inn á klósetti. Maður verður að hafa smá sens fyrir hlutunum og sýna smá fordæmi.
  10. Mig langaði svo að hafa 10 dæmi en ég get eiginlega ekki hugsað um fleiri....endilega bætið við ef ég er að gleyma e-u!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það gleymdist á listanum að mikilvægt er að hafa bænastund áður en farið er niður í bæinn og ávallt viðhalda boðorðinu að girnast ekki konu náunga þíns þ.a. ávallt vera ófeiminn að spyrja út í hjúskaparstöðu áður en augnagotum er fylgt eftir. Jafnan finnst mér einnig betra að hafa gott orgel úr norsku þurrbeyki í stað gítars þegar sálmarnir eru sungnir.

Örn andagiftarheilunarlæknir

11:55 e.h.  
Blogger Eva said...

Það verður að vera góð lýsing í stíl við tónlistina. Kertaljós við chill og argandi diskó friskó lavalampar og þess háttar við harðari tónlist, td. kammermúsík ;)

1:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg þakka góð orð, Þad er gaman að vita ad STUÐHOLTIÐ verði lengi i minnum manna :). Þad voru þó nokkur góð partýin haldin þar án nokkurs tillits til nágranna auk þess sem porn bunkinn undir stofuborði kom hinum líflegustu samræðum af stað alveg óháð kyni.

THE HAWK

7:25 e.h.  
Blogger arna said...

já ég man eftir þessum ansi skemmtilega og fræðandi blaðabunka undir borðinu..
annars alltaf mjög skemmtileg partý.

11:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home