sunnudagur, nóvember 07, 2004

Helvíti skemmtileg umræða komin af stað í commentunum hérna fyrir neðan í sambandi við olíusvindlið mikla. Ég býst nú við að sjónarmið þeirra Örnu og Kristins munu ná fram að ganga. Greyið kallinn hann Þórólfur þarf örugglega að víkja. Ég er allavega ekki sáttur við það, vegna þess að ég fíla að hafa borgarstjóra sem er ekki leppur stjórnmálaflokks eins og svo margir aðrir. Mér finnst hafa einkennt borgarstjóratíð hans að þarfir borgarbúa eru settar í forgang og mér finnst öll sjónarmið hans og stefna vera skýr. Hann minnir mig eiginlega á Clinton, sem var einmitt líka sekur um smá dómgreindarleysi. En sjáið bara hvað veröldin er í góðum málum eftir að hann hætti og Bush tók við!!! Og hver er líkur Bush á Íslandi....t.d. Björn Bjarnason. Væri ekki gaman að fá hann í borgarstjórastólinn. Þá held ég að margir myndu gleyma þessu bensínhneyksli og taka Þórólfi aftur með opnum örmum.


4 Comments:

Blogger arna said...

Ég viðurkenni það alveg að ég myndi sjá á eftir Þórólfi, því mér finnst hann góður sem borgarstjóri. En þetta er samt spurning um siðferði og mér finnst að hann eigi að segja af sér með tilliti til þess.

3:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Spurning um a heyra í Clinton karlinum, kannski væri hann til hlamma sér borgarstjórastólinn í Rvk!

Eigum við að horfa í það hvort við fáum einhvern jafn góðan eða betri í þeirra stað að jafnaði þegar við sækjum menn til saka? Bahh...lífið er svo flókið, ég fer bara að ljósmynda, það er einfalt og gott! :)

6:19 e.h.  
Blogger Óli said...

Borgarstjórinn í Reykjavík Bill Clinton. Hljómar ekki illa, síðan er svo stutt fyrir hann að fara á Bæjarins bestu eða á eitt af mörgum hótelum bæjarins með aðstoðarkonum sínum!! Ég styð þetta heilshugar.

6:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Brennt barn forðast eldinn, sérstaklega þegar foreldrarnir fylgjast grannt með því eftirleiðis. Þetta mætti jafnvel heimfæra yfir á þetta mál. Hann Þórólfur er eflaust ekki illa innrættur til að byrja með og eftir þetta mál fer hann eflaust ennþá meira varlegar í sakirnar þegar kemur að yfirhylmingu gagnvart almenningi, því hann er meira meðvitaður um það en næsti grænjaxl sem tæki við embættinu. Sérstaklega þar sem fólkið fylgist betur með honum í framhaldinu og sú eftirgrennslan er réttlætanleg í ljósi aðstæðna. Á móti því að ef maður með "hreinan skjöld" sem fólk treystir tæki við líkt og þegar Þórólfur kom til skjalanna, væru borgarar komnir aftur á byrjunarreitinn og fengu engar 2000 krónur þegar yfir hann er komið.

Örn að handan

2:33 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home