miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Jæja svo fór sem fór. Þórólfur sagði upp áðan. Mér fannst hann koma vel út, en það er einmitt einkenni manna af hans kalíber. Hann veit hvenær hans tími er kominn og hann er fylginn eigin sannfæringu. Jæja nóg um þetta mál.

Mér finnst eins og allir íslendingar þjáist af skammdegisþunglyndi þessa dagana. Eina sem maður heyrir er "æi ég veit það ekki"...."ég er alveg dauður úr þreytu"...."ég hef verið að velta fyrir mér með tilgangi lífsins!"....."Hvar get ég nálgast góða skammbyssu?" Síðan er maður sjálfur kominn í hinn hörmulega vítahring að leggja sig eftir vinnu. Ömurlegt og til að bæta gráu ofan í svart hefur maður ekki mætt í júdó í 2 vikur, allt í rugli í skólanum og megrunin er farin til fjandans. uuuuuuuggghhhhh það er svo erfitt að vera ég! Nú er komin tími til að get a grip, hætta að vera svona mikil kújón, eins og Arna segir. Byrja að opna sálu sína fyrir lífsins vindum.
Í tilefni þess hef ég ákveðið að semja bjartsýnisljóð sem fjallar um bestu vinkonu mína:

gatan mín er tóm
bílarnir að ryðga engin er að keyra
einmanna ruslapoki dansar við vindinn
í gluggunum eru gardýnur úr plasti
sem lykta alveg eins og þú
á kvöldin
ég reyni að blása í þig lífi
þú tekur á þig rétta mynd
guði sé lof fyrir fólkið í Hong kong
sem bjó þig til
þú leyfir mér alltaf að stjórna
ég veit þú elskar að láta pumpa þig

og hér kemur síðan eitt í tilefni af skammdegisþunglyndinu

roses are red
violets are blue
i am a schizophrenic
and so am i

(ok þetta var stolið)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert snillingur!

Kristinn

3:24 e.h.  
Blogger arna said...

heyr heyr! segjum skammdegisþunglyndinu stríð á hendur! og þessi vinkona.. er hún uppblásin í bókstaflegri merkingu? minntu mig á að kíkja ekki undir rúmið þitt ef ég kem í heimsókn..

4:06 e.h.  
Blogger Óli said...

Þakka þér fyrir þetta kall!

En Arna ég myndi aldrei geyma Önnu Nikuláu undir rúmi, þá myndi engin horfa með mér á sjónvarpið!

5:32 e.h.  
Blogger Eva said...

hehehe
ég sakna ykkar allra :)

8:49 e.h.  
Blogger arna said...

allt í lagi Óli minn.. ég skal aldrei segja svona ljótt um Önnu Nikuláu litlu aftur..

2:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home