fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Jeg gider ikke mere!

Topp 5 hlutir sem fara í taugarnar á mér þessa dagana

  1. Þröstur 3000. Hvaða ógeð er þessi maður? Maður sér það bara á allri líkamstjáningu hans að egóið svoleiðis lekur út um eyrun á honum. Þetta er svona týpa sem glottir stöðugt að eigin ágæti og dreymir um að verða kosin ferskleiki ársins á FM.
  2. Emax nettenging. Hvað er málið með þessar tengingar. Ég og Örn töluðum saman áðan í 3 tíma á Msn og Skype (aaahh maður hefur svo gott að svona góðu spjalli!!) og ég held að tengingin hafi slitnað svona 100 sinnum. Síðan er þetta rándýrt. Skamm skamm.
  3. Kennaraverkfallið. Plís ekki segja mér að þetta helv.... verkfall sé að byrja aftur í næstu viku. Ef það gerist þá er ég farin á sjóinn.
  4. Peningagræðgi. Fólk sem talar stöðugt um laun og launahækkanir má loka munninum fyrir mér. Ég skil ekki fólk sem velur sér atvinnu og frama í e-u sem það hefur engan áhuga á en gefur af sér ágætis laun. Ekki misskilja mig maður þarf ekki alltaf að vera að deyja úr ástríðu í vinnunni en hún verður allavega að skilja e-ð eftir sig í lok dagsins annað en feitari bankareikning.
  5. Idol stjörnuleit. Lágkúran í öllu sínu veldi. Þá sérstaklega þessir þrír fábjánar í dómnefndinni. Komið aðeins niður af ykkar háa stalli og snertið jörðina. Hvað er pointið með þessum þætti? Að búa til fleiri Kalla Bjarna og e-ð í lýkingu við Nylon. Til hvers? Hverjum finnst þetta flott? Og þessi Þorvaldur Bjarni Besserwisser. OOOhhhh hann hefði örugglega hvatt Bob Dylan til að leggja frá sér gítarinn og hætta að syngja "sorry, bob þú ert bara ekki nógu góður....ég segi nei". Ok ég skil alveg af hverju það er gaman að horfa á þetta. Þetta er eins og með alla aðra raunveruleikaþætti...maður heldur að maður megi ekki missa neinum þætti. En í rauninni skiptir þetta ekki nokkru máli. Það sem vantar í dag er önnur svona Nirvana sprengja eins og var hérna um árið. E-r sem er alveg skítsama um frægð og frama, en langar að búa til góða tónlist. Barnalegt...kannski...en ég bíð og vona.

3 Comments:

Blogger arna said...

það eru nú alveg einhverjir þarna úti sem eru ekki bara að hugsa um peninginn í þessu öllu. ekki þessa svartsýni þegar það er að koma helgi.. :)
ps. idol er æði! en ég er sammála þér með þetta nylon bull. kalli bjarni má þó eiga það að hann semur sína tónlist sjálfur en kemur ekki bara með endalaus kover. ef einhver á þessu landi er heimskur þá er það einar bárðar. ÞAÐ er maður sem mætti koma aðeins niður á jörðina.

12:54 e.h.  
Blogger Óli said...

Þetta eru allt plebbar og Kalli Bjarni semur bara leiðinlega tónlist. Þú hlýtur nú að vera sammála mér með Þröst 3000, Fm957 all star!

5:58 e.h.  
Blogger arna said...

já ég er nú alveg sammála því að Kalli Bjarni semur leiðinlega tónlist, en hann semur samt sína tónlist sjálfur. eins og þessi gaur sem vann norska idolið, hann byrjaði á einhverju lagi með fastball og myndbandið var alveg eins og hjá clay aiken. það finnst mér mjög hallærislegt. og ég veit bara ekki hver þessi Þröstur 3000 er..

6:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home