Ég lá andvaka í alla nótt. Djöfull er það pirrandi þegar það gerist. Ég lá með augun þrýst saman í svona 3 tíma. Geðveikt þrjóskur að ætla að sofna. En ég horfði bara á tvo sopranos þætti....æi hvað hann Tony my friend er alltaf svalur á því. Kemur manni alltaf í gott skap. Síðan var allt á rúi og stúi í dag...eftir mikil rólegheit í vinnuni voru bara fullt af fólki inn á kaffistofu í morgun. Usss friðurinn er úti. Eftir langan og erfiðan dag var komið að uppáhaldinu mínu á mánudögum....skúringar jíbbbí. Ég keyrði upp í blokk og hallaði mér aðeins í sætinu til að hlusta á fréttirnar áður en ég myndi byrja...en hvað þá....haldiði að ég hafi ekki bara sofnað í svona 10 mín. Það var ekki mjög þægilegt að vakna þarna í bíldruslunni innan um allan fancy og flottu bílana...ég vona bara ekki að hið mjög svo snobbaða lið í blokkini hafi ekki gengið fram hjá mér. Þau hefðu nú örugglega hringt á lögguna.."já það er e-r handrukkara dópisti dauður út á bílastæði..getið þið vinsamlegast komið og hirt hann". Nei þau eru kannski ekki alveg svo slæm.
Bólafur Bloggar
Fjölskyldan, börnin, konan og allt þar fyrir utan.
Myndir
Frabaera folkid
Stubbarnir
Nauðsynjar
My Space
Click Here
Previous Posts
- Fór til baklæknis í gær. Hann var að benda mér á ý...
- Auglýsingin góða
- Here´s Johnny!
- Miðbæjarrotta
- En hvað það er gaman að vera til í dag. Man utd 2 ...
- Ég held að ég sé búinn að finna helvíti á jörðu. Þ...
- Svakalega er langt síðan maður hefur skrifað e-ð a...
- Búinn að vera hin finasta helgi. Á föstudaginn fór...
- a sexual
- Eftir að hafa hlustað á útvarpsþáttinn mín skoðun ...
mánudagur, nóvember 01, 2004
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home