Fór á svaka skrall í gær með Unnari. Við smelltum okkur á Nasa að sjá fönkkóngana í Jagúar í góðri sveiflu. Síðan lá leiðin á Sirkus og 22. Á Sirkus var að venju margt um manninn, margt um merkilega menn og konur (allavega samkvæmt þeirra eigin skilgreiningu). Á 22 var áfengið farið að taka sinn toll og farið að síga á seinni hlutann. Ég fann mig í þeirri einkennilegu aðstöðu að fara í sleik við Steina. Skrýtið hvað útlit manna breytist mikið eftir nokkur skot!
En nóg um þá vitleysu, á laugardaginn fór ég í verslunarferð í apótek til að kaupa krem á nýja tattúið mitt. Hann Fjölnir hafði sagt mér að kaupa ákveðið krem sem heitir Proctosedyl og bera reglulega á flúðrið. Hann sagði "þetta krem virkar lang best, vegna þess að það eru sterar í því" "reyndar er þetta gyllinæðarkrem, en notaðu bara lítið af því í einu". Svona hlutir koma bara fyrir mig, þurfti að labba inn í fullt apótekið í Smáralind á laugardegi og biðja upphátt um gyllinæðarkrem! Ég tók það skýrt fram svona 10 sinnum að ég hafi nú verið að fá mér tattú og ÞESS VEGNA væri ég nú að kaupa þetta....bauðst meira að segja til að rúlla upp erminni. Ég er ekki viss um að sæta afgreiðslukonan hafi trúað mér, vegna þess að hún spurði mig svo hvort ég vildi fá þetta í krem - eða stílaformi!
2 Comments:
varst thu ekki ad laera í gaer???
hehehehe....
PL
Funktastic!
Heldur sýrt þetta kossaflans þarna í lokinn, Úffv.
Well hittumst í "VIP" röðinni!
Unnar
Skrifa ummæli
<< Home