laugardagur, nóvember 20, 2004

Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Allt crazy in the brainhouse í vinnunni. Fór síðan í heimsókn til hans Fjölnis tattú. Hafði nebbilega pantað tíma hjá honum tíma til að láta laga gamla ljóta tattúið mitt. Ég átti að mæta kl 6 og gerði það tímanlega, sennilega í fyrsta sinn sem ég geri það á ævinni. Og hvað fæ ég að launum, nei er það ekki bara bið í 2 klukkutíma. Ég hefði kannski átt að labba út, en ég var bara svo búinn að ákveða að láta breyta tattúinu að ég gat það ekki. En síðan byrjuðu herlegheitin og Fjölnir virðist nú bara vera nokkuð fínn gaur. Fílaði góða tónlist og á þetta líka forláta gítarsafn. Hann sem sagt áttaði sig á því fyrir nokkrum árum að það liggja fullt af gíturum sem enginn notar í öllum húsum bæjarins og hann fór þá að rukka gítara af fólki í stað peninga fyrir tattúgerðina.......jjjááá not just a hatrack my friend.
En anyways þessi pynting að láta þrýsta nál inn í húðina á mér í marga klukkutíma hélt áfram og ég reyndi að njóta þess eins og ég gat. Það var þó frekar erfitt í ljósi þess að Fjölnir var með tónlistina í botni og síðan talar maðurinn alveg svakalega óskýrt..þannig að ég skildi ALDREI hvað hann sagði. Síðan var allt þetta fólk að streyma inn og út og allir trufla hann. Einn af þessu inn/út fólki var vel víraður ungur maður sem virtist vera í góðum fíling. Þegar hann fór úr jakkanum þá missti hann lítinn poka á gólfið með hvítu dufti í!!!! HHHHUUUMMMMMMMMMM. Þá tók við vandræðalegt móment þar sem ég var eini sem tók eftir þessu. Ungi maðurinn tók sem betur fer eftir þessu á endanum og stakk pokanum í vasann. Síðan áttaði hann sig á því að ég hafði séð þetta, glotti til mín og fór á klósettið! Hress!
En ég var allavega nokkuð sáttur við tattúið.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hvað léstu gera við tattooið? ertu ekki að tala um sólina góðu?

Kristinn

5:30 e.h.  
Blogger Óli said...

Ég lét dekkja það allt. Núna er það orðið allt svart og powerfull. Kom bara ágætlega út.

12:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home