Var að koma af kynningu foreldra í Draumalandi. Að sjálf sögðu var ég tilneyddur enn einu sinni til að standa upp og halda ræðu. Þrátt fyrir mikinn roða í kinnum og misheppnaðar púnslínur á stöku stað, þá gekk þetta bara nokkuð vel. Allir fóru nokkuð sáttir heim fullir af kökum og kakói, flestir bara að komast í jólaskap held ég.
En tattúið er smá að bögga mig núna. Það er svo leiðinlegt þegar að ysta lagið flagnar af því. Það verður e-ð svo veiklulegt miðað við hvernig það var fyrst. Ég var að spá í eftir að ég kom frá Fjölni að ég skil ekki alveg af hverju þessir gaurar eru að setja sumar af þessum teikningum eftir sig upp á vegg. Það er svo margt af þessu svo hrikalega smekklaust. Þú veist, allsber kona á bleikum dreka að drekka bjór úr glasi. " Heyrðu ég var að spá í að fá svona niður alla hendina". Whats your merisse! Ef maður spáir í það þá er nú frekar mikil ábyrgð sem þessir tattúgaurar bera. Spáið í það, í svona 95 % skipta eru þeir að setja myndir á fólk sem vill hafa sína mynd þá flottustu í heimi. Þeir kannski búnir að gera 10 myndir yfir daginn áður en þú komst og þú ert seinasti kúnninn. Allir sem voru á undan þér geðveikt skeptískir á getu hans til að teikna, " eeee hérna hefuru ekki örugglega gert þetta áður eehhh hee". Djöfull hlýtur að vera erfitt fyrir þá að halda einbeitingunni og virkilega vanda sig. Ég gæti alveg trúað að þeir séu með margra ára uppsafnaðan pirring og hugsi stundum " vá hvað ég vona að þú sofnir, þá ætla ég að breyta þessu litla kínverska tákni, í brjóstmynd í fullri stærð af Dolly Parton, yfir allt bakið". En það væri kannski ekki gott move viðskiptalega séð og sennilega eru þeir bara cool á því?
p.s. Hversu sorglegt er það af mér að vera hooked á þessum leik!!
http://www.blastbilliards.com/game04.php
3 Comments:
engar áhyggjur.. ég er hooked á spider solitaire.
Já, það hljómar eins og leikur fyrir mig!
Damn you!
Nú er ég fastur í Blaster Billiards. Argh.
Kristinn
Skrifa ummæli
<< Home