miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Ég vil hvetja alla til að tjékka á tónlistar-og kvikmyndagetrauninni hjá honum kidda hér til hliðar. Helvíti snúið að klóra sig í gegnum hana og þurfti ég að fá hjálp frá meistaranum sjálfum við lausnina.
Ég er aðeins búinn að vera detta inn í Prince upp á síðkastið og þá sérstaklega Purple rain. Heavy flott stuff og lagið purple rain er náttúrulega unun að hlusta á. Verst hvað frægðin og athyglin virðist hafa gert honum á tímabili. Hann virðist nú e-ð að vera að koma aftur og gaf út að ég held ágætis plötu fyrr á árinu. Rosalega held ég að það sé slæmt að verða svona svakalega frægur.
Mjög frægt fólk virðist oftast fara tvær leiðir. Það er öfgakennda leiðin. Mikið dóp (Cobain, Keith Richards,Lennon, allir í Mötley crew, Gallager bræður og að sjálfsögðu Boy George), éta mikið og fitna geðveikt (Elvis og Marlon Brando), kaupa mikið af drasli sem það hefur ekkert að gera við og pota í barnastjörnur á barnastjörnum(MICHAEL JACKSON), skipta um nafn (Prince, Muhamed Ali og ODB - RIP!)
Seinni leiðin er að gera ekkert öfgakennt, nema að reyna að viðhalda frægðinni, og þá á sá hinn sami líka ekki skilið að vera frægur vegna þess að hann er líklegast hæfileikalaus. (Gary Barlow, John Bon Jovi, Maccarena gaurarnir, Fred Durst -ok hann hefur kannski gert fullt öfgakennt-Lionel Richie og Limahl)
Einnig, er verið að grínast með þessi plötuumslög fyrir jólin? Hvaða spassasvipur er þetta eiginlega á honum Jóni Idolplebba? Líka gaurinn í 3 á palli eða Ríó tríó - Helgi Péturs - hann er með svona Jesú complex á sínu umslagi. Stendur með hendurnar útbreiddar og skært ljós fyrir aftan hann. Mér leið eins og ég væri kominn til himna þegar ég sá þetta og Helgi væri að taka á móti mér.
Fór á Dominos á grensás áðan. Hitti þar fyrir Hlöðver gamla vinnufélaga. Hann er sem sagt verslunarstjóri þarna núna og hefur unnið hjá Dominos í.............................já einmitt, 11 ár. En allavega þá fékk alveg rosalegt nostalgiu kast að vera þarna inni, sérstaklega að tala við Hlöðver. Ég beið bara eftir að Hr. Þórarinn Ævarsson kæmi geltandi fram og henti í mig einni sendingu. "Svona áfram..sending......er ég hundur....voff voff........"
Ok smá svona prívat djók.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehe Eg kikti einmitt lika a grensá í sumar og spjalladi lengi vel vid hann Hlodver (alltaf jafn nice) og tad var ekki laust vid ad madur fengi sma fidring i magan tegar madur heyrdi oskrad i skærri rodd "slæda" og "makeline" :) En tetta var storskemmtilegt timabil tar sem madur upplifid ymislegt og eignadist nokkrar mjog goda vini.

Haukurinn

11:11 f.h.  
Blogger arna said...

Hey við skulum nú ekkert vera að alhæfa svona neitt.. saklaus uns sekt er sönnuð..

1:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Óli minn... Ertu ekki til í að laga bloggið þitt... það er hálf asnalegt svona með allan textann fyrir neðan linkana :)

Bába

6:30 e.h.  
Blogger Óli said...

Það er rétt, ótrúlegur fjöldi af vinum sem maður kynntist þarna..skál fyrir góðum tímum.
Arna ertu að tala um MJ, nei það rétt, ég trúi ekkert endilega að hann sé bossaþrykkir en hvað veit maður svo sem.
Bába, gaman að heyra í þér, er þetta betra svona?

11:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Miklu betra svona takk takk!!!
Kv Bába

11:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jahérna hér, bara fyrsta commentið mitt.
Alveg sammála með plebbasvipinn á Jóni ædól en verð nú að segja að mér fynnst Kalla Bjarna umslagið verra. Hann er að reyna vera eitthvað kúl en lítur út fyrir að vera ný vaknaður eftir viku fyllerístúr og gleymt að fara í sturtu.
Mæli líka með Mannakorn plötu umslaginu fyrir þá sem eru fyrir almættiskomplexa, heitir "Bara það besta" og svo eru ský og sólin í bakgrunn. Lyggur við að maður heyrir í sjálfum englakórnum
Kv Unnar

9:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvur andskotinn maður kann ekki orðið stafsetningu.

Unnar

10:32 e.h.  
Blogger Óli said...

Velkominn Unnar minn, þetta er fínt stafað hjá þér.

11:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home