Jæja stefnir allt í smá gleði í kvöld, hljómsveitar æfing heima hjá Garðari. Sem þýðir að það verða engin hljóðfæri, sem þýðir að það verður drykkja. En djöfull lýst mér ekkert á þennan borgarstjóra, mér finnst e-r svona fýlupúki yfir henni.
En hvað um það mér finnst alltaf svo gaman að gera svona lista, svona topp 10 lista. Ég fór nefnilega að velta fyrir mér ef maður vildi gera lista yfir 10 bestu lögin frá upphafi, hversu erfitt gæti það verið? Maður gleymir alltaf einu og einu og maður er svo litaður af fílíngnum sem maður er í þessa stundina, en ég ætla að reyna..here it goes:
- Lover you should have come over - Jeff Buckley. Hið fullkomna lag að mínu mati, æðisgengin gítargrip í bland við guðdómlega rödd.
- Halleluja - Jeff Buckley og John Cale. Báðar útgáfurnar fá að vera saman. Þær eru svo ótrúlega ólíkar að maður gæti haldið að þetta væri ekki sama tónsmíðin. Sérstaklega finnst mér Buckley útgáfan vera í sérflokki, hann er með svo seiðandi rödd að ég get nálgast hugarró þegar ég hlusta á hann. Ekki skemmir fyrir að Leonard Cohen samdi og textinn er rosalegur, eina lagið sem Cohen kemur á listann - dauðasynd!
- Idiot wind - Bob Dylan. Textinn í þessu lagi og laglínan fá hárin til að rísa. Síðan er þetta lag e-ð svo mikið rokk, þó að engir þungir hljómar eða effectar séu á gítarnum. Ég get eiginlega ekki lýst hvaða áhrif Dylan hefur á mig, hann segir allt sem manni langar að segja í ákveðnum aðstæðum.
- Your a big girl now - Bob Dylan. Mér finnst þetta vera fallegasta ástarlag sem ég hef heyrt.
- God only knows - Beach boys. Hlustið og þér munuð ánetjast.
- Nowhere man - Beatles. Bítlarnir verða að vera með, en það er eiginlega ómögulegt að velja eitt tvö lög úr allri þessari flóru. Þannig að ég ákvað að velja eitt lag eftir Lennon..kannski ósanngjarnt ég veit ekki, en það væri auðveldlega hægt að fylla 50 laga lista yfir uppaháldslögin mín með þeim.
- Acrobat - U2. Ætli Achtung Baby sé ekki bara besta plata allra tíma?
- Angeles - Elliott Smith. Af mörgum lögum með honum finnst mér þetta alltaf standa upp úr. Snillingur þarna á ferð sem dó langt um aldur fram. Gítarinn í þessu lagi er nóg til að koma þessu lagi á þennan lista.
- Brilliant disguise - Bruce Springsteen. Fullt af flottum lögum sem koma til greina með einkasyni Bandaríkjanna, en þetta er bara svo flott.
- Pennyroal tea - Nirvana. Það er ekki hægt að sleppa þeim. Af plötunni In Utero, sem að mínu mati er miklu meira spunnið í en Nevermind.
Jæja þá er þetta komið...þetta er eiginlega ekki hægt, það vantar svo rosalega mikið og kannski ekki sanngjarnt að Dylan og Buckley fái tvö lög. En maður þyrfti eiginlega að gera svona nokkra þemalista....þá væri auðveldara að koma öllum þessum lögum að.
6 Comments:
Skemmtu þér vel kæri félagi! Ég verð nú að vera sammála um U2, sennilega með betri plötum sem til er en því miður er ég ekki svo flottur að þekkja mikið til allra þeirra sem eru á listanum þínu, þá aðallega Buckley og Dylan, hafa bara einhvern vegin aldrei orðið á mínum vegi. En svo má nú alltaf benda á fleiri eins og Portishead, Massive, Smashing, og auðvitað Radiohead !! Kveðja THE HAWK
já flott lög. Bestu lögin mín þessa stundina eru:
Jealous Guy - Johnny Lennox
Fallinn - Eiríkur Hauks eða einhver frægur
The Crying Game - Eiríkur Hauks
Lítið ástarbréf merkt X - Eiríkur Hauks og Módel
Hello - Lionel Richie
Þessi lög eiga svo sannarlega upp á pallborðið hjá mér :)
Kveðja Tumi
1. waltz#2+ Elliott smith
2. o is the one +my morning jacket
3. do you love me +Nick Cave
4.fade into you +Massive star
5. cannonball + Damien Rice
6. all the young dudes + Mottle hople
7. it's no good + Depeche Mode
8. hysteria + Muse
9.Aisha +Death in Vegas
10.oh my sweet carolina *Ryan Adams
topp tíu listinn í augnablikinu.
Haukur, ég gleymdi alveg Radiohead! Þeir áttu svo sannarlega að vera á þessum lista og Tumi þinn listi er næstum því fullkominn, nema það vantar meira með Eiríki Hauksyni.
Ég veit ekki hver setti þriðja kommentið (má ekki gleyma að skrifa undir) en það er fínn listi nema að maður skrifar Mott the hoople og Mazzy star : )
Hvernig var svo föstudagskveldið? og hvernig leist þér á Carebear minn?
Flottur gaur og fínt á föstudag.
Skrifa ummæli
<< Home