Að Juggla
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að ég sé latur einstaklingur. Mér finnst nefnilega svo rosalega gott að liggja í leti og horfa á sjónvarpið eða hanga í tölvunni. Einnig finnst mér mjög gaman að sofa út og ég er þeim einstöku kostum gæddur að geta vanist öllum lifnaðarháttum. Þar af leiðandi er ég ekki þekktur fyrir mikla framtaksemi.
En lífið í dag er bara nokkuð flókið fyrirbæri og til þess að lifa af þarf maður að vera með ansi mörg járn í eldinum. Þegar ég var að hugsa um þetta áðan þá datt mér í hug maður að juggla með bolta, nema að hver bolti táknar ákveðin þátt í lífinu.
Boltarnir gætu til dæmis verið:
- Vinna
- Menntun
- Gæðatími fjölskyldunnar
- Vinir
- Útlit heimilis
- Fjárhagur
- Eigið útlit
Ef ég væri þessi maður að juggla þá myndi ég segja að þetta gengi ágætlega. Boltarnir sem helst væru að detta þessa stundina eru menntun og útlit heimilis. En þarna úti eru fólk sem virðist geta jugglað alla þessa bolta og enn fleiri. Til að mynda gæti ég trúað að Magnús Scheving sé mikill jugglari. Hann er geðsjúklega duglegur í vinnu, á perfect heimili, er alltaf fullkominn í útliti og virðist vera í nokkuð hamingjusömu hjónabandi. Ef ég ber mig saman við þennan mann þá er ég algjör letingi. En hvaða boltar ætli séu að detta niður hjá Magga? Ætli börnin hans hati hann fyrir að vera svona mikið í vinnunni? Eða er hann með sjúklega minnimáttarkennd út af því að hann er ekki hámenntaður? Eða er hann bara fullkominn jugglari?