sunnudagur, febrúar 11, 2007

Stubbarnir



Ég sit hér með Mathilda og horfi á Stubbana. Það er bara eitt sem ég get ekki skilið. Þetta er frekar vinsælt barnaefni og er líklega selt mikið af DVD af þessum þáttum hér á landi. Þeir sem hafa eignast barn/börn hafa sennilega lent í því eins og ég, að neyðast til að horfa á Stubbana ítrekað. Þetta er svo sem alveg fínt barnaefni en inn á milli í þáttunum er skotið inn svona myndaskeiðum af breskum leikskólabörnum. Og hér kemur spurningin. Var virkilega ekki hægt að leggja aðeins meiri metnað í að talsetja þennan hluta þáttana?
Þeir sem íslenska þennan hluta eru svo gersamlega sneyddir allri innlifun að ég ímynda mér alltaf að það sé maður með byssu við hausinn á þeim þegar þau eru að lesa. Dæmi um senu af þessu tagi er eftirfarandi:

(hugsið bara um 12 ára stelpu sem er að lesa upp úr ljóðspori ásamt því að vera dauðvona þegar þið lesið þetta)

"Halló!, halló!, þetta er hún Guðrún, hún er búin að týna steppskónum sínum. Getið þið hjálpað henni að finna steppskóna sína. Steppskór, steppskór, steppskór,steppskór, steppskór, steppskór, steppskór" (hún segir þetta án gríns svona oft!).

Það sem gerir þetta líka helmingi verra er að horfa á þetta grautþunnur og ósofinn. En ég fór í þrítugsafmæli til Tuma nýbúa sem var helv fínt. Endaði svo á bar 11 hoppandi glaður með buxurnar á hælunum.

Masa masa, good times.