föstudagur, febrúar 16, 2007

Ást og plötur!

Síðustu mánuði hef ég tekið æ meira eftir því að sjónvarpsstöðin popptíví er að sýna myndbönd (athugið myndbönd - fleira en eitt) með hljómsveitinni Snooze. Fyrir þá sem ekki vita þá eru aðalnúmerin í bandinu þau Brynjar Már á FM og Kristín Ýr fyrrverandi söngkona í Igore. Ég verð bara að spyrja. Hver í andskotanum leggur pening í svona rusl? Ég myndi alveg skilja ef þessu væri bara í útvarpað. Þau gætu nú auðveldlega tekið þetta upp í bílskúrnum heima hjá sér og hann spilað í þættinum sínum. En að þau hafi búið til myndbönd við þennan viðbjóð og einhver hlýtur að hafa borgað fyrir þau. Guð minn góður. Heyrði sá maður ekki lagið Alla leið og textann "Ég á þennan mæk og ég ætla að leika mér við hann".

En úr viðbjóði í gersemar. Eins og mér finnst áðurnefnd tónlist mikill sori þá finnst mér góð tónlist skipta masse máli. Stundum dett ég á plötur sem næstum því bara elska. Það snertir því alltaf einhverja taug í mér þegar fólk segir að því finnist þessi plata eða þetta lag af einni af minni elskuhugaplötum gott. Fyrir mér er það eins og að heyra frá ókunnugum manni að konan mín kyssi vel! Ætli það sé ekki mjög persónulegt hvernig fólk upplifir tónlist? Er hægt að eiga í ástarsambandi við tónlist og vera afbrýðissamur ef annað fólk sýnir ekki ástinni manns þá virðingu sem hún á skilið. T.d. fólk sem segir bara að því finnist tónlistin góð en hefur í raun aldrei lagt inn tímann og lagt við hlustir til að skilja ástina manns til fulls.


Hér er listinn yfir elskuhuga mína í gegnum tíðina í nokkurn veginn réttri tímaröð:

Pearl Jam - Ten og Vs.



Maus - Allar kenningar heimsins og ögn meira...
Nirvana - In Utero
David Bowie - Hunky Dory
The Smiths - The queen is dead
Elliott Smith - Xo og Either or






Radiohead - Ok computer
Björk - Debut
Jeff Buckley - Grace
U2 - Achtung Baby





Tom Waits - Closing time
Red hot Chili peppers - Californication
Bob Dylan - Blood on the tracks
Turin Breaks - The optimist LP










Coldplay - X og Y
Sufjan Stevens - Come on feel the illinoise
Ryan Adams - Heartbreaker





Anthony and the johnsons - I am a bird now


Eftir þessi skrif þá hlustaði ég á lagið No surprises af Ok computer og heyrði textabrot sem lýsir vel hvernig mér líður í dag

"A heart that´s full up like a landfill, a job that slowly kills you"

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð greinilega að fara að horfa á popptíví til að fylgjast með því versta sem landinn hefur upp á að bjóða.

Góður listi þarna, ég er hrifinn plötulistanum, á reyndar eftir að kanna tvo einstaklinga þarna almennilega en annars good stöff.

Er vinnan að ganga af þér dauðum?

KT

1:04 e.h.  
Blogger Óli said...

Vinnan alveg að drepa mig, ég get ekki annað sagt. En ég bíð spenntur eftir næsta bloggi frá þér.

9:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home