Hvernig gat ég gleymt.
Þegar ég gerði listann yfir plötu/elskuhugana mína um daginn þá gleymdi ég tveimur sem ekki mátti gleyma. Það eru:
Leonard Cohen - Songs of Leonard Cohen og Songs of love and hate (varúð hlustist með box af prozac við höndina)
Neil Young - After the gold rush
Í dag þegar ég fór í Kringluna eftir enn einn annasama daginn í vinnunni þá stoppaði ég í bókabúð. Ég kíkti í e-ð músíktímarit með Robert Plant framan á og fyrirsögnin las Life after Led Zeppelin (Fyrir þá sem vilja tjékka á þessu). En allavega inn í þessu blaði var bara heilsíðu prómósjónviðtal við íslensku glys- og leðurrokkarana í Sign. Þar kom meðal annars fram að hún væri ein af þrem stærstu hljómsveitum á Íslandi og að þeir ætluðu alla leið í meikinu. Good luck with that.
En erum við orðin svona mikil stórþjóð að þetta þyki ekki fréttnæmt. Íslensk tónlist í útlöndum, come on! Ég man þá daga þegar það voru stórfréttir að Jet black joe komust á topp 20 yfir heitustu böndin á Filipseyjum. Líka stórfrétt þegar að Eyjólfur Kristjánsson og Bergþór Pálsson tóku upp myndband á strikinu í Köben við lag á plötunni Tveir. Hún var geðveik.
Á morgun er öskudagur og þar af leiðandi hefur val á búningi legið yfir mér í allan dag. Maður verður víst að taka þátt í þessu með börnunum. En valið stendur á milli þess að fara sem júdókappi (sem ég hef gert síðustu 4 árin) eða sem kona.
Mátaði einn kjól af Völu og hárkollu yfir kvöldmatnum, fór mér bara nokkuð vel og var bara frekar þægilegt. Is that too much information?
Að lokum vil ég forða öllum frá því að kaupa sér Zalicious eftirréttarpizzu í Hagkaup á 299 kr. tilboðsverði. Ég ætlaði að vera svo góður að kaupa fínan eftirrétt með dragshowinu en það virðist vera sem að bláber á pizzubotni sé slæm hugmynd.
En allavega! Til hamingju með fertugsafmælið kæri Hr. Kurt Cobain.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home