mánudagur, febrúar 12, 2007

Finale



Því lauk í gær. Við horfum á síðasti þáttinn í Sex and the City. Ég veit að ég er svolítið seinn, svona þremur árum of seinn að vera að skæla yfir þessum endalokum. Ég var svo sem löngu búinn að frétta það að hún Carrie myndi enda með Johnny Big dick en það hlýjaði mér um hjartarætur að sjá það með eigin augum. Its the end of an era eins og Carrie sagði.
Ef maður ætti nú aðeins að gera upp þessa þætti þá væri það einhvern veginn svona:

skemmtilegasta persónan:



Anthony. Hinn mjög svo kjaftfori og hýri brúðkaupsplanari leikinn af Mario Cantone. Besta senann hans var í þáttunum þegar Charlotte var að undirbúa giftinguna sína og Kyle Maclékítwinpeaks. Þegar afgreiðslukonan var að sýna henni og Anthony brúðkaupskjóla og Charlotte var efins.
Anthony: "HATES IT, NEXT!"

Leiðinlegasta persónan:





Ég gat ekki gert upp á milli Standford og Aiden. En ætli það sé ekki Aiden. Svo sjúklega icky maður með allt á hreinu.

Svalasta persónan:





Það eru líka tveir. Samantha og Big. Samantha...það þarf ekkert að útskýra það. Big aftur á móti, það er bara þannig að sama hversu slæmur hann var þá fýlaði ég hann alltaf. Fínn gaur, þekki hann.

Aumkunarverðasta persónan:



Jack. What a puts. Mér langaði nú bara að hrista þennan gaur til lífsins. Var alltaf með svona stresshrukku framan í sér af eigin sjálfsvorkun.

Persónan sem ég samsvaraði mér mest með:



Miranda. Bæði rauðhærð og svona andskoti jarðbundin og skynsöm. Ef ég vissi ekki betur héldi ég að hún væri systir mín.

Sorglegasta atriðið:

Auðvitað var síðasta senan öll sjúklega sorgleg. En mér fannst atriðið í þeirri senu þegar Miranda var að baða mömmu hans Steve e-ð alvega svakalega grátlegt.


P.s. svona for the record þá er ég að skrifa þetta með bjór í hendinni og stóran vindil í kjaftinum í wife beater bol með Die Hard á blasti! I am still a man.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég er tjúlluð út í þig óli....Aiden leiðinlegastur....þú hefur verið með einhver glákugleraugu á þér þar!!! bibban alveg snar í dk

11:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úff óli eitthvað ruglast á vítamininu þínu og kvennhormónum :)
Unnsi

5:12 e.h.  
Blogger Ásta said...

Ég varð inspired og byrjaði á seríu 1 í dag:) Ég hef aldrei séð þátt 1 áður, gaman að þessu! Ég ligg yfir þessu næstu vikurnar...

7:19 e.h.  
Blogger Óli said...

Sorry Bibba, en þetta hmmmmmm hljóð sem hann gerði alltaf þegar þau voru að kela. Ég hefði slegið hann...ef ég væri kona.
Sem ég er samkvæmt Unnsa. Point taken. Ég, þú og Garðar verðum að taka video og bónusferð aftur eins og árið 1993 í Ljósheimunum. Family value namm namm.
Ásta þú verður að byrja strax. Láttu mig vita hvernig gengur.

10:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home