þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Ótrulegur þattur og otruleg frett



Ég horfði á hinn frábæra þátt Planet Earth sem sýndur var í sjónvarpinu í gær. Það er langt síðan ég hef orðið jafn spenntur fyrir framan sjónvarpið og þegar að hópur af konungsmörgæsum voru að reyna að flýja undan kolbrjáluðum rostungum. Ég var farinn að öskra á sjónvarpið "hlauptu hlunkurinn þinn" og þó að það hafi verið hægt að hlæja að hlaupalagi mörgæsana þá var ekki jafn fyndið þegar að rostungarnir rifu stykki úr hálsinum á þeim með flugbeittum kjaftinum. Einnig var ansi magnað að sjá hvítháf (stærsta tegundin af hákörlum) gleypa litla seli nánast í einum munnbita. Ekki gaman að mæta einum slíkum í dimmu sundi. (trommusláttur)

Í dag las ég svo frétt um Bjarna Ármannsson forstjóra Glitnis sem átti ágætis dag í vinnunni. Hann græddi nefnilega heilar 380 milljónir. Hvers konar rugl er þetta eiginlega? Er það virkilega eðlilegt að einn maður geti grætt meiri pening á einum degi en flest okkar vinna sér inn yfir ævina? Það skal nú ekki vera tekið af honum Bjarna að hann er sennilega drengur góður og sniðugur bisnessmaður. Hann er að sjálfsögðu ekki sá eini sem hefur átt svona góða vinnudaga, en það er nú ekki langt síðan að svipuð frétt kom í blöðunum um forstjóra KB banka. Það er allavega hægt að lesa þessa frétt hér fyrir neðan.

Hvert stefnir þú fagra veröld? En ég á allavega sætustu kærustu í heimi. Hún er meira en 380 milljón króna virði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home