Minnimattarkennd
Það er merkilegt hvað ég umbreytist þegar ölið er við hönd og rennur niður eins og vín. Allt stress, allar áhyggjur og almenn minnimáttarkennd virðast hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ég spjalla og faðma fólk sem ég kinka í mesta lagi kolli til dags daglega. Ég eyði peningum eins og það sé engin morgundagur og dansa eins og afrísk bumbusláttarkona. Svo þegar kemur að því að fara heim þá stend ég úti eins og hálfviti og reyni að hitta með lyklinum í skrána í 20 mínutur. Þegar ég kemst inn þá er eins og maður sé blindur innbrotsþjófur að fikra sig í gegnum íbúðina, íbúð sem ég eyði öllum frítima mínum í og samt rata ég varla inn í eldhús? Þegar ég vakna næsta dag eftir fastasvefn, ennþá í annarlegu ástandi, er ég staddur á einhverskonar millistigi. Ekki beint fullur en samt ekki heill í hausnum. Það er einmitt í því ástandi sem ég fer að velta fyrir sér ýmsu um lífið. Það er eins og ég sé með þynnkugleraugu á mér til að skoða heiminn í öðru ljósi. Ég horfi yfir til nágrannans sem á alla fínu bílana og finn ekki fyrir öfund eða minnimáttarkennd eins og venjulega. Ég labba út í búð og hlæ upphátt alla leiðina að hugsa um allt sem gerðist kvöldið áður, ekkert að spá í hvort að einhver sé að horfa á mig. Mér líður þá eins og ég sé búinn að losa mig við þungan bakpoka af komplexum sem ég geng með dags daglega.
Þá er spurningin, er eðlilegt að þurfa að drekka til að losna við svona komplexa? Eða kallast það alkahólismi? Er kannski bara skynsamlegt að fara stundum á blindafyllerí til að sjá hlutina í réttu ljósi. Vegna þess að minnimáttarkennd og öfund eru nánast alltaf óþarfa tilfinningar, er það ekki? Eða er minnimáttarkennd það sem gerir mann að því sem maður er?
P.s. ég var að komast að því að Thomas Graversen knattspyrnumaður hjá Celtic náði sér í Kiru Eggers. Bastard!
5 Comments:
Frábær lýsing hjá þér Ólafur!
Djöfull kannast ég við það sem þú ert að lýsa þarna með þynnkukæruleysið. Ég var einmitt hálfþunnur þarna í fluginu heim frá Lissabon og var ekkert líkur sjálfum mér hvað feimni og talhömlur snertir.
Ég man að ég sagði hluti sem ég veit ekkert hvernig mér tókst að grafa upp úr hausnum á mér. Ég óttast að almenn sjálfsvitund og dægurstress valdi því öllu jöfnu í mínu tilfelli að heilinn sé bundinn böndum og hleypi sér ekki á flug.
Getur maður ekki fengið pillu sem veldur umræddu "þynnkukæruleysi" í bældu fólki?
KT
Ætli það kannist ekki flestir við þetta - hinir drekka ekki :D
Helga Dröfn
Já það gæti verið að slík pilla heiti Prozac. En ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera bara þunnur af og til. Ekki sammála?
Skil þig, HD.
Vá hvað það er langt síðan ég hef drukkið;-) Hlakka til! hehe
Kira Eggers og Thomas Gravesen -old news! Fylgistu ekki með Kig ind??:-o
Kig ind, nei hvernig kemst ég yfir það ; )
Skrifa ummæli
<< Home