sunnudagur, febrúar 04, 2007

Nei, hæ!

Ég og barnið sitjum hér heima og horfum á frekar súrt barnaefni í sjónvarpinu. Hreyfimynd um leirfígúrur sem æla litaboltum á hausinn á hvort öðru. Matthildi finnst þetta mjög skemmtilegt og ég sit hérna sem stuðningur fyrir hana. Ég reyni að útskýra fyrir henni söguþráðinn þegar hún spyr mig út í hann. Reyndar getur hún aðeins notað orðin "hæ" og "nei" þegar hún spyr. Dæmi M:"Hæ". Ég:"Já þessi ældi á hinn því að þeir eru vinir". M: "Nei". Ég: "jú, víst". M: "Hæ".

Þegar ég fór á djammið á föstudaginn þá fórum við á Barinn. Ég sem gamall 22 maður verð að bara að gefa skít í þennan stað. Mér fannst þetta alveg glatað. Við vorum uppi allan tímann og það var alltaf kveikt ljósið! Ömurleg tónlist og hálf tómur staður. Einkunnagjöf 2,5 af 10.

Daginn eftir í þynnkunni náði ég að sleikja ástina mína nægilega mikið upp til að keyra mig upp í Hafnarfjörð til að prófa Taco Bell. Þvílíkt drasl. 800 kall fyrir e-ð örþunnt drasl sem var ekkert svo gott á bragðið. Ég sem var búinn að bíða spenntur í mörg ár eftir að prófa Taco Bell. Skítapleis. Einkunnargjöf 1,5 af 10 mögulegum.
Ég held mig við heimatilbúið taco næst. Langbest.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég munid gefa köben 9 af tíu....ættir að prófa það!!!
Bibbuz

12:26 e.h.  
Blogger Óli said...

Já ég er nú sammála þér þar.

8:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér þótti Taco Bell alveg sæmilegt snarl...

Það vantar allt crunch í þetta, svolítið eins og að bera saman þriggjakorna brauð og amerískt franskbrauð, en að sama skapi mjúkt og auðvelt til átu.

Ég er nú samt ekkert að fara að flýta mér þangað aftur. 5/10

KT

9:20 e.h.  
Blogger Óli said...

Ég held ég verði bara að prófa aftur og vera kannski ekki jafn "hress" og ég var síðast.

10:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home