sunnudagur, febrúar 18, 2007

Bossinn




Alveg síðan ég varð að ungum manni (eigum við ekki að segja að það hafi gerst 1992) hef ég oftast gengið ábyrgðarstöðum út á vinnumarkaðinum. Ég var yfirmaður pikkalóa á Hótel Íslandi, vaktstjóri og aðstoðarverlsunarstjóri á Dominos og núna umsjónarmaður á frístundaheimili. Mínar pælingar í sambandi við yfirmannsstöðu eru frekar afslappaðar að ég held. Ég HAFÐI (skulum við segja) ákveðna hugmynd um hvernig yfirmaður ég vildi vera. Ég man hvað ég hló inn í mér þegar að Ölvir minn gamli Dominos yfirmaður, sagði eftir að ég gerðist vaktstjóri, að nú myndi allt breytast. Ekki væri lengur í boði að djamma með þessu liði ( eins og hann orðaði það). Ég vildi alltaf trúa því að það væri hægt að vera einn af staffinu, þó maður væri yfirmaður. En er það hægt?
Ég er farinn að halda ekki. Það kom yfir mig uppljómun um daginn þegar ég fór að hugsa um yfirmenn út frá mér en ekki út frá starfsfólkinu mínu. Þegar ég hugsa til baka um mína yfirmenn, þá hefur ALLTAF verið ákveðin gjá á milli mín og þeirra. Það hangir yfir manni í öllum samskiptum við yfirmenn að hann er yfirmaðurinn og þú ert undirmaður hans. Þess vegna geta samskiptin aldrei orðið eðlileg. Um leið hlýtur það því að vera þannig í minni vinnu með mínu starfsfólki. Þó að ég finni það kannski ekki þá er sennilega alltaf svona space á milli mín og þeirra. Þess vegna er kannski ekki sniðugt að fara yfir þessa gjá sem er á milli mín og þeirra. Hún er þar líklega út af góðri ástæðu. Ástæðan fyrir því að ég vildi trúa því öfuga er að ég vinn á frekar afslöppuðum vinnnustað, ég meina þetta er ekki banki eða stórfyrirtæki þar sem er öskrað á árangur eða ég rekinn. Þetta er frístundaheimili og það á að vera afslappað. En samt sem áður er líklega alltaf gott að hafa e-ð space á milli yfirmanns og undirmanns. Því að ef maður reynir of mikið að blenda inn, er maður þá ekki bara orðinn David Brent í The Office?

Að lokum vil ég óska öllum konum nær og fjær til hamingju með konudaginn. Sérstaklega konunum mínum tveimur.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég þykist kannast við það sem þú ert að tala um þarna. Mér hefur reyndar gengið ágætlega að eiga undirmenn að félögum líka, en það reynir alltaf á slík samskipti þegar illa gengur eða það þarf að taka erfiðar ákvarðanir.

Þetta fer reyndar mikið eftir vinnustað, eftir því sem undirmenn eru fleiri og fjarlægari verður gjáin stærri held ég. Segir sig kannski sjálft, en er samt málið.

Hmmm, þetta varð nú ekki sérlega verðugt innlegg :)

KT

12:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk ástin okkar:*

-Vala og Minime

12:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyhó, nýtt útlit á bloggi og loxins fékkstu link! Meira að segja sá eini sem er með séríslenska stafi á linknum. Það stendur þó til bóta og þá skal slíkt yfir alla ganga.
Kveðja,
Nína

1:12 e.h.  
Blogger Óli said...

Þetta var bara mjög fínt innlegg hjá þér Kiddi. Ég bjóst líka við að ef einhver myndi skilja þetta þá væri það þú. Og það er mjög góður punktur sem þú segir að allt er gaman þangað til það þarf að taka erfiðar ákvarðanir.

Takk sömuleiðis, my babies.

Mjög flott útlit hjá þér Nína og takk fyrir linkinn.

12:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home