þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Draumaraðningar



Fyrir nokkru síðan byrjuðum við Valgerður að endurvekja kynni okkar á Sex and the city. Við kláruðum fyrstu fimm seríurnar á nokkrum dögum en því miður þá hafði Valgerður aldrei keypt síðustu seríuna. Því hafa liðið nokkrar vikur þar sem ekkert S and the C hefur sést á skjánum. Á föstudaginn var ég staddur í staffapartý heima hjá Sessu og rak ég þar augun í 6. og síðustu seríuna, liggjandi fyrir framan mig bíðandi eftir því að ég tæki hana. Ég ákvað að róa mig niður og stela henni ekki, heldur bað um að fá hana lánaða.
Í gær var komið að því. Við ætluðum að byrja að horfa á seríuna þegar að Valgerður kæmi heim af kvennasamkomu heima hjá Grétu. Ég var orðin vel þreyttur og klukkan var orðin frekar margt. Mig grunaði að hún yrði lengi því að eins og máltækið segir "þar sem konur koma saman er lítið hugsað en mikið talað".
Það var raunin í þetta skiptið. Valgerður kom heim rúmlega eitt og ég nánast sofnaður upp í rúmi með hulstrið í höndunum. En þegar ástin mín eina sá að ég var ekki steinsofnaður ákvað hún að gera atlögu að spjalli. Svona fór það:

Klukkan 01:34
V: "Óli, ertu sofnaður?"
Ó: "hmmm"
V: "Ekki? Mig dreymdi nefnilega svo furðulega í nótt. Ég var með Ted Danson einhversstaðar og hann var að pissa út um allt. Hann pissaði bara á sig fyrir framan mig! Hvað helduru að þetta þýði?"
Ó: "hmmm"
V: "Ertu að spá aðeins í þetta? Ok...það var, þú veist piss út um allt"
Ó: "Eigum við að fara að sofa ástin mín"
V: "jú, ekkert mál. Amma mín var nefnilega alltaf að ráða í drauma og ég lærði svolítið af henni. Ég man samt ekki hvað piss á að þýða. Hvað heldur þú? Óli..sofnaður?"

Klukkan 01:53
V: "Svo dreymdi mig að Zaid úr Lost væri að reyna bjarga mér frá brjáluðum morðingja! Ég var geðveikt að reyna að fela mig áður en hann kæmi inn í íbúðina."
Ó: "Valgerður. PLÍS!".

Við verðum bara að byrja á seríunni í kvöld. Eða kannski að við ráðum í fleiri drauma og reynum að komast að því hvað pissið þýðir.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ehh...þarna þegar þú áttir að hafa sagt "Eigum við ekki að fara að sofa ástin mín?" Þá man ég þetta aðeins öðruvísi.
Meira eins og "Plís, þegiðu!"

En ætli það sé ekki bara minnið mitt? Eða hvað...hmm..Óli, sofnaður??

-Kærasta Teds

11:21 e.h.  
Blogger Ásta said...

Fyrst þið eruð öll í draumaráðningunum, segiði mér þá hvað það þýðir að dreyma systur sína, fullorðna, enn á brjósti hjá mömmu sinni? Eða ætli það sé bara merki um að maður geri lítið annað en að gefa brjóst?:-)
Ég er með seríu 7 líka...hvernig stendur á því? Ég er sko ekki búin að horfa á þær....læt ykkur vita hvaða rugl það er...þegar ég hef tíma til að horfa...ca árið 2014.

2:09 e.h.  
Blogger Óli said...

Nei ég skal viðurkenna það. Fyrirgefðu ástin mín.

Vala segir að þessi draumur þýði fortíðarþrá! En ég er ekki viss með seríu 7 í SandtheC. Ég hef það frá mjög áreiðanlegum heimildum að hún sé ekki til!

12:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Reyndar þýðir þetta ekki fortíðarþrá, óli eitthvað að mis, meira eins og leiðinlegar fréttir veit ekki hvort þær séu fyrir þig eða mömmsu. Ekki taka því nú samt bókstaflega. Annars þá er nú líklegt að þetta sé bara út af öllu þessu brjóstastússi sem svona draumar koma, ekkert víst að það sé nokkur þýðing á þessu þar sem þú þarft að huga að brjóstum allann daginn:P

Bkv, Vala

11:36 f.h.  
Blogger Ásta said...

Ég tek þessu bara sem of miklu brjóstastússi;-)
Það verður spennandi að sjá hvaða sex and the city þvælu ég er með. Fékk þetta einmitt frá vini sem var að ferðast í Kína, og ein serían lítur mjög dúbíus út!:)

2:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home