sunnudagur, febrúar 25, 2007

Lífið er gott og Hr. Garðar Guðjónsson er 30 ára.



Já lífið er gott þegar maður á góða að. Það er gott að eiga góða konu og góð börn. Það er líka gott að eiga góða vini. Ég vil óska stórvini mínum honum Garðari til hamingju með afmælið sem haldið var hátíðlegt í gær. Við Garðar höfum sopið marga fjöruna saman. Verið í hljómsveitum, gefið út ljóðabækur og starfað við naktar úthringingar á einmanna hótelherbergjum. Það var margt um manninn í veislunni og vel af veitingum veitt eins og þeirra Söru og Garðars er siður.
En við Valgerður fórum snemma heim til að leysa barnapíurnar af hólmi, ég var með hugmyndir um að skella mér áfram í bæinn þegar Vala væri búinn að skutla Nínu og Skúla heim en forget it. Skítakuldi úti og ógeð.
Ekki versnaði ástandið í dag þegar jólasveinninn kom snemma í ár með stóran pakka undir hendinni. Nánar tiltekið uppþvottavél. Þvílíkur munur og munaður. Takk kærlega fyrir Jólasveinn.
Ég ætla að enda þetta á ljóði til Garðars:

Garðar, Garðar, búinn að lifa í 30 ár.
Við höfum þekkst í 22 af þeim.
Einu sinni varstu með miklu meira hár
og á Ibiza næstum búinn að kveðja þennan heim.

Til allra lukku átti vörðurinn klippur,
hann bjargaði lífi þínu sá helvítis gikkur,
Það er honum að þakka að þú hittir ekki guð
og gast klárað háskólann á rétt undir áratug.
Vei vei vei vei vei vei vei vei!!!

Þetta var nú bara létt grín, ég elska þig Garðar minn!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þakka þér fyrir það Ólafur minn

Garðar Guðjónsson

9:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er svona rappljóð, rímar ekki, en hrynjandinn góður.

Flott kveðja.

Til hamingju með daginn Garðar, tökum Trivial til að halda upp á daginn ;)

KT

10:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Klippurnar.....good times, good times :)

unnar

9:07 f.h.  
Blogger Óli said...

Garðar: Það var lítið kúturinn minn.

Kristinn: Takk fyrir það. Maður reynir sitt besta en ég er nú enginn James Blunt.

Unnar: Þetta var sko Masa masa, good times.

9:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home