mánudagur, febrúar 05, 2007

Hið agæta IKEA



Við fjölskyldan fórum í leiðangur í IKEA fyrr í kvöld. Ég segi leiðangur því það skreppur! enginn í IKEA. Meðan við gengum um þetta ferlíki af búð gat ég ekki annað en hugsað um hversu frábær þessi hugmynd er. Byrjar allt á því að maður gengur inn um risaglerhurðina og nær sér í litlu krúttlegu innkaupakörfuna (sem tekur ekkert pláss (að sjálf sögðu) og maður þarf að setja saman sjálfur (að sjálf sögðu - aftur)). Við vorum öll svo þreytt og svöng að við byrjuðum á því að fara að borða á café Ikea. Hversu mikil snilld er sá staður. Manni líður eins og maður sé í mötuneyti í framhaldsskóla í USA og maður er aðalstjarnan í fótboltaliðinu. Nær sér í sinn eigin bakka, glas og disk. Svo eru það þessir klassísku réttir, kjötbollur, lax og kjúklinganaggar með frönskum. Allt svo nett og ódýrt að maður vill helst panta sér allt. Svo er náttúrulega helsti kostur allra veitingastaða til staðar þarna, frí áfylling á gosi. Allt er þetta svo frábært og vel framsett að maður pantar sér allt of mikið og borgar meira en þörf er á. Svo þegar búið er að kýla bumbuna byrjar maraþongangurinn. Við vorum svo vel södd og róleg að við stróluðum bara um búðina og kipptum með hlut og hlut á kílómetersfresti. Eftir um klukkutíma gang vorum við komin að kössunum og viti menn, reikningurinn var rétt undir 10 þúsund. Sem sagt þessi frábæra viðskiptahugmynd gerir það að verkum að
A. Fólk getur borðar mjög ódýrt.
B. Fólk gerir sér oftast sérstaka ferð til að fara í Ikea vegna þess að það tekur alltaf svo langan tíma að ganga í gegnum búðina.
C. Vegna þess að fólk er ekkert að drífa sig þá fer það að spá í hvað þeim vantar.
D. Út um alla búð er ódýrir og sniðugir hlutir öskrandi á mann "taktu mig, þú þarft á mér að halda", þessi hlutir eru t.d. klósettburstar, viskastykki, ljósaperur og batterí. Eitthvað sem vantar alltaf.
E. Þegar fólk hefur gengið þessa vegalengd á þessum tíma hefur það a.m.k. sett 10 hluti í kerrupokann og reikningurinn ætti því að hljóma upp á 5 - 10 þúsund. Snilld. Þetta bara getur ekki klikkað.

Ég veit ekki með ykkur hin en ég er ennþá í smá losti eftir að hafa horft á evróvisíón á laugardaginn. Nú vona ég að ég móðgi ekki Örn og fjölskyldu en síðasta lagið það kvöldið var sungið af Hafsteini frænda þeirra. Hann var með lagið Þú tryllir mig sem fékk atkvæði frá öllum hommum og lesbíum á Íslandi og komst þar með áfram. Það var bara e-ð pínulítið kjánalegt við þetta lag eða helst þá textann. Setninginn "ég sé um kampavín, þú um jarðarber" hefur setið föst í hausnum á mér síðan þá. En ég vona eiginlega bara að þetta lag fari til Finnlands og vinni hug og hjörtu allra með setningunni "i will buy the champagne, you the strawberrys".

En hver fær sér kampavín og jarðarber? Er það ekki bara fólk sem vill rafskaut í eistun?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home