AARRRGGG ég get ekki sofnað. En er búinn að vera að horfa á tvær nokkuð góðar flikkur. Í fyrsta lagi hina stórgóðu City of God. Ef þú ert ekki búinn að sjá hana, skaltu gera það strax. Væntanlega eru flestir búnir að sjá hana, því hún er nú ekki alveg ný af nálinni en ekki verri mynd fyrir það. Síðan til að kittla hláturstaugarnar þá tók ég líka Starsky and Hutch. Nokkuð nettir þeir Wilson og Stiller. Síðan var ég að átta mig á því að leikstjóri þessarar myndar er sami gaur og gerði Old school, sem er náttúrulega bara snilld. Todd Philips held ég að hann heiti, hann hefur víst gert 3 myndir þannig að maður verður nú að sjá þá þriðju við tækifæri. En í ljósi vandræðalegra mómenta í bæði Dís, sem ég horfði á í gær, og Starsky and Hutch sem ég sá áðan, þá fór ég að hugsa í andvökuástandi mínu, um öll mín vandræðulegu móment í gegnum lífið. Ég tók saman þau helstu. Ég vona að þetta sé ekki algjörlega over the top, en here it goes:
5. Þegar annars vegar mamma og hins vegar pabbi sáu mig fullan í fyrsta sinn. Mamma á hestamannamóti á Höfn þar sem að ég drapst út í móa eftir sopafyllerí. Pabbi þegar ég fór á tekílafyllería á busaballinu í Kvennó. Ég sem sagt skreið inn um dyrnar í orðsins fyllstu merkingu.
4. Ég mun aldrei gleyma eftirfarandi reynslu. Ég var staddur í þjóðarbókhlöðunni að læra fyrir sálfræði. Eftir magafylli af hádeigismat, þurfti maður að gera þarfir sínar á klósettinu. Málið var bara það að karlaklósettið var upptekið í lengri lengri tíma. Ég ákvað því að stelast yfir á kvennaklósettið. Ég lokaði að mér og settist niður og byrjaði. Áður en ég veit af er tekið í húninn og viti menn, ég hafði ekki snúið lásnum alla leið. E-r stelpa opnaði hurðina hálfa leið og ég þurfti að skutla mér á hurðina og loka henni um leið og ég kallaði "upptekið". Það versta af öllu var þó sennilega að þegar ég var búinn og fór út þá stóð stelpan beint fyrir utan hurðina, með mjög skrýtin svip á sér. Þessi sena hefði sennilega verið í fyrsta sæti ef stelpan hefði opnað hurðina upp á gátt...let´s thank god that didn´t happen!
3. Ég veit ekki með aðra, en þegar ég fer á bjórfyllerí þá fer maginn á mér í hunk. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisar að ég fer heim með stelpu eftir mikið bjórþamb og maginn á mér fer að stríða mér. Það nefnilega myndast alvega óheyrilega mikið gas í bjórfullum þörmum mínum. Það sem gerist er eftirfarandi. Við komum heim, við dönsum frjósemisdansinn, við sofnum. En þegar að ég er lagstur í djúpsvefn og allt ætti að vera með kyrrum kjörum, þá, já einmitt þá, ákveður maginn á mér að sleppa öllu gasinu út í miklu þrumufleyg sem vekur alla sem nálægt eru. Sem betur fer er hægt að bregðast fljótt við og þykjast vera sofandi. Ég vona alltaf að hún sé að gera það sama. Ég er að hugsa um að fara að drekka vodka straight!
2. Einu sinni var svona foreldraskemmtun í leikskólanum. Daginn áður ákvað ég að ég vildi líta sem best út, og setti því á mig 1. stk brúnkuklút. Bara svona til að vera ferskur. En það sem þeir vita sem hafa notað svona lagað, er að brúnkan getur komið ansi sterk inn..svona eins og maður hafi sofnað fyrir framan ljóskastara sem er beintengdur sólinni. Sú var rauninn með mig þennan daginn, en ég skellti mér nú samt og var bara hinn hressasti. Það sem gerðist var það að þegar að hátíðarhöldin höfðu staðið í dágóða stund, þá snýr ein mamman sér að mér og segir " Guð Óli, ég var einmitt að spá í af hverju þú værir svona brúnn...ég hélt að þú værir að leika trúð í leikritinu á eftir, en síðan fattaði ég að það er búið að vera svo gott veður síðustu daga. Þú ert bara búinn að vera í sólbaði út í garði...ha ha ha" Og það versta var að hún sagði þetta mjög hátt í miðjum foreldrahópi og það eina sem ég gat gert var að standa þarna eins og fífl og kinka kolli. "Já, það er búið að vera mjög gott veður!"
1. Númer eitt og það sem mun sennilega hafa mótað mig í gegnum tíðina. Það er stórt stórt sár á sálinni eftir þessar lýsingar sem koma núna. Málið var það að þegar ég var lítill var alltaf svaka vinsælt að fá að gista hjá vinum sínum. Ég gerði það mjög oft frá því að ég var svona 9 ára. Fyrst var það Baldur og/eða Elva, síðan Siggi og/eða Garðar. En á ákveðnu tímabili í mínu lífi, nánar tiltekið á árunum 1989-1992, voru foreldrar mínir skildir og báðir byrjaðir með nýjum mökum. OOOOGGGGGGGG með sínum nýju mökum voru þau bæði að reyna að eignast börn!!!! Það kom því ósjaldan fyrir að ég og hver sem það var sem var að gista þá nóttina þurftum að liggja andvaka á meðan að við hlustuðum í stunur......aaaaaaa i cant say it.....úr svefnherbergjum foreldra minna. Ég er actually með gæsahúð þegar ég skrifa þetta. Þú veist það vill enginn 12-13 ára vita hvernig hljóð mamma sín gefur frá sér við samfarir...nei nei nei leyfið mér að umskrifa þetta það vill ENGINN vita hvernig hljóð mamma sín......ye you know what i mean. Og hversu ógeðslegt er að vinir manns viti það...bbbleeeeeeeeeeeeehhhhjjjjjjjjjjuuuuukkkk.
Jæja nú er þessi vefur officially orðinn way to personal.
5 Comments:
City of god er rosaleg maður. Ég hitti par frá Brasilíu um daginn sem var rosalega hrifið af því að ég hefði séð þessa mynd :Þ Það endaði með því að þau buðu okkur Guðrúnu að koma í heimsókn og búa hjá þeim.
Reynsla nr.1 er ferleg!
Ég var einu sinni að gamna mér yfir klámmara heima hjá mér þegar ég var svona 16, og varð svo að hoppa inn á klósett að losa mig við vessana sem skiluðu sér í lófann, en lét myndina góðu bara rúlla á skjánum á meðan. í því að ég gekk inn á baðherbegi opnuðust útidyrnar og inn gekk follorðinn frændi minn sem ég hafði gleymt að var með lykil og ætlaði að gista hjá okkur. Ég gat ekki annað gert en lokað baðinu og lagfært mig, en frændi heyrði í mér loka hurðinni og svo blasti við honum hamagangurinn á sjónvarpinu!
-ég held ég hafi verið svona 45min að koma mér fram að tala við hann :)
Kristinn
He he he he Snilld!!!!!
strákar prumpa alltaf í svefni..
svo koma bara ekkert fleiri comment! er liðið eitthvað feimið?
KT
já, ég verð nú að segja að ég bjóst við meiru. Þetta eru ákveðin vonbrigði.
Skrifa ummæli
<< Home