miðvikudagur, janúar 12, 2005

Er búinn að vera að lesa ævisögu Bob Dylan upp á síðkastið. Og ég verð nú bara að segja að ég er ekki alveg að meika hana. Þessi bók minnir mjög mikið á On the road eftir Jack Kerouac, svona sami frásagnarstíll. Alveg fullt af persónum sem kaffæra manni með sérkennum sínum og sérvisku. Bókin hoppar fram og aftur í tíma og oft erfitt að átta sig á hvar í tímanum maðurinn er staddur. Það versta af öllu er þó að mjög lítið fer fyrir skrifum um tónlistina sjálfa og textagerðina. Það var svona aðalástæðan fyrir því að ég byrjaði að lesa þessa bók. Mig langaði að heyra sögurnar á bakvið lögin. Hvaða kona það hafi verið sem ýtti honum út í að semja alla þessa mögnuðu texta á Blood on the tracks? Hvort að það sé actually kona sem heiti Sara? Hvort hann hafi samið lögin Sad eyed lady of the lowlands og Sara til hennar? Mig langar að vita söguna á bakvið Joey úr samnefndu lagi. Hverjum ætli hann myndi tileinka Blonde on blonde? Eru allir þessir textar um sömu konunna? Fær maður aldrei að komast að því? En þetta er víst bara fyrsta bindi, kannski kemur allt í síðari bindum. Við skulum vona það. Annars kaupir maður sér bara ævisögu Dylans eftir e-n annann en hann.
En "in actual news" þá fékk ég nóg í dag þegar ég sá póst til allra nemenda í faginu sem títtnefndur kennari kennir í. Þar byrjaði hún bréfið á orðunum "Sælar allar." Ég gubbaði á skjáinn og skrifaði henni síðan harðort bréf!! Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home