mánudagur, janúar 17, 2005

Búinn að vera veikur núna í 2 daga. Rosalega er að það leiðinlegt. Það er bara svo og svo gaman að hanga heima hjá sér í leti. Ég er ennþá hálfslappur og líður eins og ég sé að hósta upp glerbrotum þegar ég hósta...great. Ég og örn tókum gott session áður en hann fór og allt er í góðum farveg. Breyttir tímar kalla á breyttar áherslur. OOHH ég er e-ð svo andlaus að það hálfa væri nóg. Mér líður eins og ég sé í fangelsi inn í þessari íbúð allan sólahringinn. Ég verð að komast út á morgun....must get well. Ég leigði mér myndina Dís í gær....Hummmm. Ég veit ekki hvað ég á að segja, nema að mér fannst kokkurinn og gamli karlinn í myndinni alveg stela senunni (eða reyndar nokkrum senum). Ég veit ekki með vinkonurnar tvær. Mér finnst svo oft samtöl í íslenskum myndum vera gervileg. Þú veist, hver myndi tala svona sjúklega skýrt og með svona mikilli sannfæringu þegar maður talar við vin sinn heima hjá sér í rólegheitum. Mér finnst oft sem íslenskir leikarar geti ekki losnað undan þessu leikhúsuppeldi sem þeir virðast hafa fengið. Tala ALLTAF eins og þeir séu að halda ræður. Þetta á að sjálfsögðu ekki við alla en mér finnst þetta samt vera nokkuð áberandi. T.d. fannst mér Ingvar E. Sigurðsson alveg vera laus við þetta í myndum á borð við Djöflaeyjan og Englar alheimsins. En þessi mynd var alveg fín og fannst mér hún gefa nokkuð góða mynd af íslensku samfélagi. Bæði þær jákvæðu og neikvæðu. Það var mikið um "grasið er grænna hinum megin" fílíngnum sem mér finnst oft áberandi hjá fólki hér á landi. Snobb fyrir erlendum stórborgum og snobb fyrir erlendum listamönnum og celebsís. Hinir jákvæðu sumarstraumar sem koma fram í Reykjavík á sumrin. Saumaklúbburinn var holdgervingur alls þess sem ég hræðist í lífinu. Margar konur sem koma saman og eru með formúluna fyrir lífinu á "hreinu".
Jæja en anyways best að halda áfram að safna skeggi!

3 Comments:

Blogger arna said...

álfrún er nottla bara pjalla...

12:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Álfrún? Er það aðalleikkonan? Er hún e-ð leiðinleg?

5:45 f.h.  
Blogger arna said...

já hún er pjalla..

7:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home