laugardagur, janúar 08, 2005

Fínt partý í gær þar sem mikið var um dýrðir og gleði. Horfðum á hina rosalegu mynd Gimme Shelter í varpanum sem var ekki leiðinlegt. En ég ákvað að spara mig aðeins í gær fyrir old school djammið hjá mér og Ödda í kvöld. Seinasta djammið hans áður en hann fer aftur út. Ég er búinn að skipta um skoðun varðandi kennarann í skólanum, hún er bara fín held ég. Við vorum að ræðu mismuninn á karla- og kvennavinnustöðum í tíma í dag og hún kom með marga góða punkta. Mér fannst sérstaklega merkilegt sem hún sagði varðandi eðli karla og kvenna sem brýst fram í börnum. Hún talaði um að þegar litlar stelpur vilja gera strákahluti, eins og fara í fótbolta þá sé það litið jákvæðum augum...þ.e.a.s. fólk á ekki erftitt með að kyngja því. En þegar að strákar vilja gera stelpulega hluti eins og leika sér í dúkkó eða klæða sig upp, þá sé það oftast litið á það sem vandamál. Það mætti því segja að karllega ímyndin sé þarna sett á æðri stall en sú kvenlega. Þetta finnst mér svolítið góð pæling. Það var nokkuð merkilegt sem ég komst að í gær. Hann Steini naut, eins og hann er víst þekktur sem, kom hérna í gær og sagði mér að stúlka sem hann var eitt sinn að hitta væri stelpan sem Teddi pabbi Kidda var að rökræða við á netinu um daginn um femínisma. Það merkilega við þetta er að þessi stelpa er einungis 24 ára gömul, en þegar að ég las það sem hún skrifaði þá sá ég fyrir mér bitra konu á fertugsaldri. En þarna sér maður hvað heimurinn(lesist: Ísland) er nú lítill eftir allt saman.
Ég fékk nett spark í rassinn í vinnunni um daginn. Ég át nefnilega alveg heilan helling um jólin og er farið að sjá aðeins á manni eftir herlegheitin. Þegar ég var að tala við strák í 3. bekk sem ég er að passa, þá leit hann allt í einu á mittið á mér og sagði upp úr þurru " djöfull ertu orðinn feitur maður!". Maður getur ekki annað en elskað svona barnalega hreinskilni, ég allavega ákvað að gera e-ð í þessu hið snarasta!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

thu ert ekkert feitur óli minn bara fallegur ;)
L

1:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...svo ertu líka svo mikið rassgat!

K

11:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

í merkingunni dúllurass, ekki asshole :)

K

11:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þakka ykkur fyrir þetta, ég býst við að K sé Kiddi?

6:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Afhverju er ég svona gegnsær?

Kristinn

8:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home