föstudagur, janúar 14, 2005

Kennarinn sem ég sendi bréfið til brást öll hin ljúfasta við og sendi mér gott svar sem ég mat mikils. En ég fór í gær á myndina Old Boy. Ég vissi ekki hvað ég var að fara út í þegar ég sast í nýju fínu sætin í Laugarásbíó. Ég hafði ekkert heyrt um þessa mynd eða lesið neina dóma um hana, þannig að það mætti segja að ég vissi ekkert. Ég komst fljótt að því að hér var um að ræða óbandaríska mynd eða Suður-kóreska gæti ég trúað (án þess að hafa tjékkað á því), tungumálið var allavega e-ð óskiljanlegt. Myndin byrjaði öll hin drungalegasta og setti tóninn snemma fyrir það sem koma skyldi. Hún fjallar basically um mann svalar hefndarþorsta sínum á öðrum manni, á sjúkasta hátt sem um getur. Ég myndi segja að þessi mynd væri ekki fyrir viðkvæma, alla vega ekki atriðið sem samanstendur af hamarsklauf, tanngarði og miklu teipi. En ég hvet samt sem áður alla að kíkja á þessa mynd.
Á morgun er Örn að fara heim til Sheffield. Þetta er búið að vera frekar skrýtin tími og ekki alveg eins og ég bjóst við. Ég býst við að maður hafi að jafnaði minni tíma núorðið en áður og það gæti útskýrt margt. Vinna, skóli, sofa. Er það ekki svoleiðis? Hjá Erni er það víst skóli, skóli, skóli. En svona er þetta meistaranám, læri, læri, tækifæri. Kannski erum við bara að fjarlægjast? Eða kannski erum við farnir að sjá í gegnum hvor annan? Eða kannski er ég bara dramatískasti maður norðan Færeyja? Hver veit? Það eina sem ég veit er það sem gamli presturinn minn sagði alltaf við mig á sunnudögum. "Óli minn, sýndu öðrum skilning og þér verða allir vegir færir. Komdu svo hingað inn í bakherbergið, farðu úr buxunum og við skulum biðja saman."

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ef þú ert sá dramatískasti, þá er ég sennilega í öðru sæti.

Stundum er ágætt að fjarlægjast aðeins, menn eru oft fastir í einhverjum pakka sem kannski þarfnast þess að lofta út úr, og geta þá kynnst aftur á heiðarlegri/ferskari grundvelli.

Kristinn dramaperri.

10:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tad er skondid hvernig lifid virdist hlaupa i hringi en tad er nu ekki tad morg ár sídan ég og ørn sátum i rútínunni á íslandi á medan tid dana félagarnir útvíkud sjóndeildarhringinn en nu hefur stadan snúidst vid og tid sitjid heima ;-). Er svo ekki óumflýanlegt ad fjarlægjast er madur verdur "allt í einu" fullordin? Ætli madur verdi bara ekki ad hafa adeins meira fyrir tvi ad haldi i tau gódu sambønd sem madur hefur odlast i gegnum brøsug unglingsárinn!
Hauksi

12:15 e.h.  
Blogger arna said...

settist.. ekki sast. þar sem þú ert nú verðandi kennari þá verður íslenskan að vera á hreinu..

6:31 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir þessi góðu ráð strákar og stelpa. Það er algjörlega á hreinu að öll sambönd, hvernig sem maður skilgreinir þau, eiga sína toppa og botna. Maður verður víst að muna það góða og treysta því að sterk sambönd slitni seint. En ég var aðeins og fljótur á mér og ég og Örn áttum gott spjall í dag. Ég held einmitt að það sé aðalsmerki góðra sambanda, þ.e.a.s. að fólk talar um hlutina og vinnur úr þeim. Ég trúi því líka statt og stöðugt að þau vinasambönd sem myndast á yngri árum séu einmitt þau sem endast lengst. Fólk þekkir hvort annað út og inn eftir bernskuárin, gelgjuárin, pælingarárin og loks fullorðinsárin.

2:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

thunnur i dag oli minn? frétti af ther á 22... var gaman?

6:07 e.h.  
Blogger Óli said...

Bara fárveikur. Hóstandi lungunum á mér upp og með hita. Hver er þetta, L?

10:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sem sagt engin thynnka bara veikindi pufff ekki skemmtilegt láttu thér batna, og já thetta er L ...

10:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já en var gaman ;) ??

10:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og já thetta var ég aftur ad spurja hvort hafi verid gaman....L semsagt og láttu ther batna..enn og aftur ...

10:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home