mánudagur, janúar 24, 2005

En á ný er það djamm báða dagana. Þetta er náttúrulega ekki heilbrigt. Samkoma heima hjá mér báða dagana, algjörlega án þess að hafa planað neitt í bæði skiptin. Það kemur einn í heimsókn og síðan annar og áður en ég veit af stend ég upp í sófa kl 2 um nótt með íbúðin fulla af fólki, að spila luftgítar og hlusta á bon jovi. Bæði djömmin voru keimlík, dillon og 22, mikil drykkja og alveg gullfalleg hnáta að nafni..... æi ég segi ekki strax.
Ég var að blaða í newsweek áðan og las þar grein um það hvernig fæðingartíðni hefur lækkað svo mikið að eftir nokkra áratugi með sömu þróun mun fólksfjöldi í heiminum fara lækkandi. Mér fannst þetta nokkuð áhugavert, ég hélt nefnilega alltaf að heimsíbúar myndu bara halda áfram fjölga sér þangað til að allt heila klabbið springi. Reyndar var talað um að í fátækustu löndunum og borgum þeirra myndi fjölgunin verða svo mikil á næstu áratugum að fátækrahverfin verði alvega troðin og fimmtungur allra barna undir 5 ára myndu deyja. En þetta er náttúrulega mjög súr pæling í þynnkunni.

3 Comments:

Blogger arna said...

já þér leist ansi vel á hana sá ég.. alla vega hálskirtlana hennar ;)

12:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Farið að bera á þessari fólksfækkun á Vesturlöndum nema að sjálfsögðu á Íslandi þar sem við fjölgum okkur eins og kanínur (eða Kínverjar).
Takk fyrir mig um helgina... en ég hef af einhverri ástæðu misst af því þegar Bon karlinn Jovi var tekin fyrir..djöfull. Líklega Kafteininum að kenna :)
Kv Unnar

3:36 e.h.  
Blogger Óli said...

nei Unnar minn, þú varst með mér allan tímann á sófanum. Þú hélst þér fast um beran bossann minn á meðan á gítarsólóinu stóð. Manstu ekki og já, ég þarf endilega að senda þér handklæðið mitt, þú veist svo að þú getir sett það í þvottavélina.

12:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home