föstudagur, janúar 28, 2005

Ég hef nú sjaldan verið talin heppinn maður í spilum, kannski er ég bara svona kappsfullur og tapsár - there is no such thing as luck. En það ótrúlega gerðist um daginn að ég keypti mér kókflösku hjá hinum ofurhressa Birgi Nielsen á pyslubarnum við Sundhöllina. Á kókflöskunni var svona Idol leikur í gangi og ég ákvað að senda kóðann inn bara svona til að prófa. Haldiði að ég hafi ekki bara fengið tilbaka "til hamingju þú hefur unnið mp3 spilara frá Sony center." Ég var nú hálf skeptískur í fyrstu og ákvað að bíða með gleðidansinn. Ég bjóst við að þetta væri svona rauður Coke mp3 spilari sem hafði verið fjöldaframleiddur spes fyrir þessa keppni. Ég hringdi því í aðalmanninn hjá Sony center og þann sem kallaður er Kiddi. Hann tjáði mér að hér væri á ferð forláta Sony spilari að verðmæti 20 þús. Og þá hófst gleðidansinn fyrir alvöru.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ha? lucky bastard! Var þetta þegar við vorum á leið í sund bæði í einu? Já, ég veit, ég er lukkudýr ;) Og Já, ég les bloggið þitt, en það er bara til að fara í þennan skrattans billjardleik. Djöfulli er hann ávanabindani!!
Vala

7:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heppinn ands. Ég vinn aldrei neitt og því tek ég aldei þátt :) Gaman að heyra að það sé komin smá spenna hjá þér ;), good luck félagi

HAWK

11:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með vinninginn!:) Ekki slæmur í þokkabót! Gæti vel hugsað mér einn svona til að skemmta mér á hjólinu á morgnana:)
Hvenær verður nafnið á hnátunni annars official?? Ég krefst hér með ýtarlegrar greinargerðar um hana:)
Kveðja, Ásta

1:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju med vinninginn!!!
samt ekkert smá leidinlegt ad thetta var ekki Ipod!
Sony er samt mjog gott sko...en ipodinn er bara svo fallegur!!
L

7:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...og dansinn dunar ;)

Vala Björg

8:08 e.h.  
Blogger Óli said...

Gaman að heyra að þú, Sigrún Vala, lest bloggið og þessi leikur er náttúrulega heróín í tölvuformi.
Takk Haukur, ég er mjög spenntur!
Ásta, Daman heitir Valgerður Björg og er 80 módel. Við kynntumst á 22 um síðustu helgi og bara allt að gerast!
Já maður væri nú ekkert á móti því að fá einn i-pod eða svo. En þessi er líka fínn.
Og Vala, já dansinn dunar sko enn.

12:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home