föstudagur, janúar 07, 2005

Fór í skólann í dag og komst að því að ég er með rosalega leiðinlegan kennara í einu fagi. Að mínu mati er þarna á ferð karlfyrirlitari mikill. Hún var endalaust með e-r komment um karla sem fóru fyrir brjóstið á mér. Ég veit það ekki kannski er ég að taka þessum hlutum of alvarlega en það tekur aðeins á að vera svona eini gaurinn í bekknum með öllum þessum konum. Þetta var bara fyndið fyrst en núna er þetta satt besta segja farið að verða þreytandi. Dæmi um það sem fer í taugarnar á mér er þegar sagt er yfir bekkinn "jæja stelpur reynið nú að byrja strax að vinna þessi verkefni" Hello do i look like a woman? Svona er það þegar maður reynir að bola sér inn í kvennastétt, þá er maður bara gerður ósýnilegur...glatað. Nú held ég að ég viti hvernig konum leið þegar þær fóru að hassla sér völl á vinnumarkaðnum í fyrsta sinn. Engin virðing , aðeins diss. Iss og piss! Jæja bjór í kvöld hlýtur að róa taugarnar.

4 Comments:

Blogger arna said...

já óli minn þú ert orðinn soldið kvenlegur..
gleðilegt ár annars!

7:40 e.h.  
Blogger Óli said...

Thanks man og sömuleiðis

6:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú átt alla mína samúð... Ég skil þig svo svakalega vel... Er einmitt alltaf að lenda í þessu, nema það er náttúrulega alltaf sagt "jæja strákar" í mínum heimi :( Fussum sveiii... Hvers eigum við að gjalda :)
Bába

2:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er glatað og erfitt, en okkar verður minnst í sögunni sem brautryðjendum. (Vá skrifar maður kannski mynnst svona? Rosalega er maður e-ð slappur í spellinu.)

6:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home