Ó nafni minn...
Ég á mjög erfitt með að horfa á Ólaf F. Magnússon í sjónvarpinu. Mér finnst hann vera valdasjúkur tækifærissinni sem er blindaður af eigin græðgi . Ég verð svo reiður að þessi maður skuli virkilega ætla að setjast í borgarstjórastólinn með bros á vör eins og ekkert sé eðlilegra. Alltaf að minna á þessa rúmlega 6 þúsund borgarbúa sem kusu F-listann og hvernig honum tókst að koma stefnumálum flokksins á framfæri. Þvílík vitleysa. Einnig treysti ég engu sem Vilhjálmur Djöflason segir. Þegar ég horfi á hann í fréttum að reyna snúa út úr öllum spurningum með því að þykjast ekki kannast við eitt né neitt, þá verð ég þess fullviss að kjósa ALDREI sjálfstæðisflokkinn.
Þessi borgarstjórn er að svo miklu leyti á skjön við mig hvað stefnumálin varðar. Ég er t.d. algjörlega fylgjandi því að flytja flugvöllinn og mér finnst að húsin við Laugaveg 4 - 6 eigi að víkja. Þó að það sé auðvitað margt gott þarna, eins og mislæg gatnamót við kringluna og lækkun fasteignagjalda. En það var nú líka á stefnuskrá 100 daga stjórnarinnar.
Að miklu leyti finnst mér umræðan um húsin við laugaveg vera öll hin furðulegasta. Fólk segir að ekki eigi stöðugt að byggja háhýsi og það verði að viðhalda ákveðinni götumynd á laugarveginum. En í þessu tilviki þá myndi nýja húsið sóma sér betur miðað við ríkjandi götumynd. Það myndi vera í sömu hæð og næstu hús. Þar að auki er það ekki einu sinni svo hátt. Ég efast um að þetta hús flokkist undir háhýsi. Svo er verið að tala um að endurreisa húsin í sinni upprunalegu mynd. En ég ekkert viss um að upprunaleg hönnnun þessara húsa henti vel fyrir nútímalegan verslunarrekstur.
Það má þó ekki misskilja þetta sem svo að ég vilji eindregið rífa niður allt og byggja í staðinn. Ég vil endilega halda gamaldags götumynd á laugaveginum, en mér finnst þetta vera farið út í öfgar. Margir benda á að í útlöndum sé endurbyggt á þennan hátt með góðum árangri. En það eru í flestum tilvikum mjög stórar og glæsilegar byggingar. Sem einmitt mynda ákveðna götumynd. Sem einmitt þessi hús gera ekki.
Í öllu þessu skal svo ekki gleyma hvers kyns klúður þetta mál hefur verið fyrir yfirvöld. Það voru í kringum 30 tillögur að nýja húsinu teiknaðar upp sem voru sendar tilbaka af tveimur meirihlutum í borgarstjórn. En á endanum var þetta nú samþykkt og að auki var borginni gefin þessi hús til að færa þau í Hljómskálagarðinn og gera þau upp. Klúðrið í þessu er auðvitað að hætt var við allt saman á síðustu stundu eftir margra mánaða undirbúning.
2 Comments:
ok eftir keflavíkurdvölina, þá er það bara brownstone bygging á manhattan eða brooklyn...anyone?..anyone? buólier?...buólier?
Já ef við fáum vinnu í The Cat store ; )
Skrifa ummæli
<< Home