þriðjudagur, janúar 08, 2008

Ertu ólétt?



Ég var að lesa nokkuð fyndin texta inn á www.b2.is, en hann er undir yfirskriftinni "25 staðreyndir sem ég var meira en 50 ár að læra" eftir Dave Barry. Þar segir í staðreynd númer 5:

"You should never say anything to a woman that even remotely suggests you think she´s pregnant unless you can see an actual baby emerging from her at that moment".

Þetta gæti bara verið tekið beint af mínum vörum. Ég þori aldrei að spyrja konur hvort að þær séu óléttar, meira að segja þó að þær séu komnar 9 mánuði á leið og með risakúlu sem stendur beint út í loftið. Ég er alltaf svo hræddur um að fá beint í smettið "nei! af hverju spyrðu. Finnst þér ég vera feit? Bara svo að þú vitir það, þá var ég að koma úr flugi þar sem að ég borðaði mjög saltan mat"

Maður getur aldrei verið öruggur. Ég held að þetta sé meira svona sem að konur spyrja hver aðra að. Gamall vinnufélagi minn sagði mér einu sinni að hún hefði verið að fljúga heim eftir nokkra mánaða veru erlendis, þar sem hún hafði lítillega bætt á sig. Flugfreyjan í fluginu hafði svo miklar áhyggjur af henni að hún spurði hana ekki einu sinni heldur tvisvar hvort að hún væri ólétt.
"Ertu nokkuð ólétt?", "nei nei nei alls ekki", nokkrum mínútum síðar..."ertu alveg viss um að þú sért ekki ólétt?".
Hvað átti hún svo sem að segja þá. Eins og hún hefði nú hugsað sig um síðustu 5 mínúturnar og allt í einu fattað "já, ég reið gaur inn á klósetti á skemmtistað fyrir nokkrum vikum og ég var svo ógeðslega full að ég steingleymdi því. Það er rétt ég er sennilega ólétt...vei". En allavega þá hvet ég alla til að lesa textann.

Ég náði loksins að horfa á Friends þátt sem ég hafði bara séð einu sinni en aldrei gleymt. Enn hann heitir "The one with the cop" og inniheldur alveg óborganlegt atriði þar sem að Ross er að kaupa sér sófa. Bæði fer hann á kostum þegar hann er að sýna hvernig hann laðar dömurnar upp í sófann og svo í atriðinu þegar þau eru að flytja sófann upp stigann...

Ross: "ok. Pivet, pivet, pivet"
Chandler: "shut up, shut up, shut oouuuuouup"

En burtséð frá því öllu þá eru nú að koma inn nýjar myndir á myndasíðuna og nokkrar jólamyndir. Eins og þessi brjálæðislega hér að ofan.

3 Comments:

Blogger a.tinstar said...

djeeeee hvað þið eruð brjálæðislega sæt! og svo skemmtilega vill til að ég hef oft verið spurð að óléttuspurningunni. einnig veigra ég mér við því að spurja svona þó svo einhver hafi staðfest að viðkomani væri ólétt. en nei ég er það ekki og hef aldrei verið!

3:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Pivet !!! Hahaha yndislega fyndið atriði :-) Friends eru æði.....kv.María

10:59 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk takk Tinna. Við erum greinilega á sömu bls hvað óléttuspurninguna varðar.
María: "when you said Pivet, what did you mean?" Sniillllldd.

12:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home