föstudagur, janúar 25, 2008

Javier Bardem



Mér finnst svo skrýtið að þessi maður skuli ekki vera alveg obbosslega frægur. En þetta er hann Javier Bardem. Hann er spænskur leikari sem hefur verið að leika í fjölda ára en aðeins nýlega bankað á dyrnar í Hollywood. Ástæðan fyrir því að mér finnst að hann ætti að vera svona frægur er að hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir þremur árum fyrir myndina "The sea inside" og í ár er hann líka tilnefndur. Núna fyrir mynd Cohen bræðra "No country for old men". Það bara hlýtur að vera að þessi maður sé alveg að verða frægur. Ég held meira að segja að hann sé kærasti Penople Cruz!

Ég man svo greinilega eftir þessum leikara þegar ég og Garðar Guðjónsson vorum á Tartan movies skeiðinu okkar. En það var sérstakur flokkur mynda í videohöllinni sem komu gjarnan frá Evrópu. En það var alltaf hægt að finna helvíti góðar myndir inn á milli. T.d. man ég svo sérstaklega eftir myndinni "Jamon Jamon" sem téður Javier einmitt lék í. Á þessum tíma þótti okkur Garðari gaman að fara aðrar leiðir í myndavali og vildum helst forðast froðuna sem kom frá Hollywood. Svo eru evrópubúar mun frjálslegri þegar kemur að nekt í bíómyndum. Það hefur gjarnan sérstök áhrif á myndavalið þegar maður er 18 ára. Eða bara alla ævi.
"Sást e-ð" er nú klassísk spurning sem strákar spyrja gjarnan hver annan áður en þeir spyrja "var myndin góð?"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home