Juno
Í gær horfðum við Valgerður á myndina Juno eftir leikstjórann Jason Reitman, en hann gerði einmitt Thank you for smoking hér um árið. Ég hafði heyrt út undan mér að þessi mynd væri góð og ætti eftir að koma til greina sem litla myndin sem gat, á óskarnum í ár. En ég var ekki alveg í stuði fyrir myndina í gær, sérstaklega þar sem að klukkan var að ganga eitt þegar við byrjuðum og við höfðum tekið tvöfaldan skammt af ofurdramatískum Friday night lights.
En Juno var ekki lengi að fanga mann. Myndin segir frá ungri stúlku sem verður ólétt langt um aldur fram og afleiðingarnar sem verða af því. Það sem gerir þessa mynd svo einstaklega skemmtilega er frammistaða leikaranna. Sérstaklega þá Ellen Page sem leikur þungaða stúlkubarnið. Einnig er gaurinn sem leikur barnsfaðir hennar mjög góður, en hann lék einmitt vandræðilega gaurinn í Superbad.
Ég vill nú ekkert vera að fara náið út í söguþráð myndarinnar en það eru nokkrar persónur og augnablik sem gera myndina að þeirri litlu sem gat.
Sérstaklega er aðalpersónan æðisleg. Mér langaði helst að skrifa niður öll þessi skemmtilegu orð og kúl slanguryrði sem hún notaði. Alveg frábært var líka að sjá samband hennar við kærasta Jennifer Garner (skýrist þegar þið sjáið myndina).
Eins og í öllum myndum sem hreyfa við manni þá voru þónokkur vasaklútaatriði. Valgerður dró upp einn stóran klút þegar Juno elur barnið á fæðingardeildinni, en ég grét auðvitað ekki.
Síðast en ekki síst ber að nefna tónlistina í þessari mynd. OMG. Ég verð fyrstur til að versla OSTinn úr myndinni. Tjékk yourself before you wreck yourself.
Nú er EM í handbolta að byrja og ekki úr vegi að koma með eina stutta spá fyrir mótið. Við lendum í 9. sæti og skíttöpum fyrir svíum á eftir.
E-ð lítið fannst mér fara fyrir dauða Brad Renfro. Mér fannst alltaf e-ð sérstakt við þennan gaur og hann hafði mikið svona star quality í mínum huga. Það er alltaf leiðinlegt þegar að young talent deyr. Það segir mér nú hugur að dánarorsökin hafi tengst e-u ólöglegu. Eins og t.d. púðursykri. En hver veit.
3 Comments:
Neeeehh....grenjaðiru ekki Ólafur?!
sófapullan er enn á ofninum til þerris.
-Stálkvendið
Vertu ekki með þetta rugl.
já ég get látið þig fá e-ð gamalt kimyu dawson stuff. hún er rokkbert en ég er alveg komin með velgju f catt pávur....muna sondre lerche!
Skrifa ummæli
<< Home