miðvikudagur, janúar 09, 2008

Gömlu húsin í bænum



Í fyrsta lagi vil ég þakka KT fyrir að benda mér á þessa frábæru áramótakveðju frá Radiohead. Þarna er að finna "live" útgáfur af öllum lögunum á nýju plötunni. Alveg æðislegt.

Í öðru lagi þá skil ég nú ekkert hvaða bull þetta er með húsin við laugaveg sem á að flytja. Til hvers að friða þessi hús? Finnst fólki þetta virkilega fegra laugaveginn? Það finnst mér allavega svo sannarlega ekki og btw þá eru þessi hús svo langt frá því að vera í upprunalegri mynd. Mér finnst þetta bara vera ljót hús sem draga laugaveginn niður.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já er ekki annað húsið Nike búðin? Bahh, bara henda þessu í burtu og halda áhfram uppbyggingu borgarinnar.

Auðvitað er gaman að sjá glitta í gömul hús hér og þar en þessi kofi er ekkert sérstakt augnayndi að mínu mati.

KT

4:37 e.h.  
Blogger Óli said...

Sammála þér, það má alls ekki ganga of langt í þessu. En þessi hús eru auðvitað bara crap.

11:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home