Gleðilegt nýtt ár
Já þá er það komið. Árið 2008 í allri sinni dýrð. Jólin og áramótin voru frábær. Ég hélt smá afmælisboð heima þar sem að hitað var upp fyrir veisluna sjálfa, en hún verður í lok jan eða byrjun feb. Ég er nú búinn að vera í hálfgerðu móki um jólin og hef ekki komið neinu í verk af því sem ég ætlaði mér. Bara borðað, haldið á sitthvoru barninu til skiptis og tekið til. Og jú auðvitað horft á sjónvarpið.
Árið 2008 leggst bara vel í mig. Ég var að skoða stjörnuspá fyrir árið í mogganum um daginn og varð heldur betur spenntur. Fyrst las ég mína þar sem stóð, "breytingar verða í febrúar sem ná svo hámarki síðla sumars". Hmmm hugsaði ég og rétti svo Völu blaðið og bað hana að lesa sína spá. Þau Vala og Nói eru bæði vogir og þar stóð, "búast má við breytingum í byrjun árs eða i kringum febrúar. Breytingar ná hámarki í lok ágúst". "What!!!".
Við horfðum á hvort annað og lásum strax spána fyrir ljónið fyrir Möttu. Viti menn "Breytingar byrja á febrúar sem ná hámarki í ágúst". Við ætluðum ekki að trúa þessu og horfðum agndofa á hvort annað. Hvað gæti þetta verið hugsuðum við og pældum mikið. Ný vinna, nýtt húsnæði, lýtaraðgerð eða barnið frá Sómalíu sem við pöntuðum að koma í hús? En svo kom allt saman í ljós. Þessi sami spádómur stóð í ÖLLUM stjörnuspám fyrir árið 2008 í mogganum. Ok ég veit að maður á ekki að taka mikið mark á þessu en komm on. Gat sá sem skrifaði þetta ekki haft smá hugmyndaflug. "nei nei bara sama fyrir alla, það lesa hvort eð er allir bara sína eigin spá".
Áramótin voru alveg frábær, þrátt fyrir veður. Ég var nú ekki að kaupa mikið inn af sprengjum, ég lét bara tengdaföður minn um það en hann keypti svipað magn og var varpað á Bagdad árið 2003.
Ég verð nú að furða mig á einu. Hvernig dettur fólki í hug að vera að græða í eigin vasa á flugeldasölu?
Hjálparsveitirnar nota áramótin til að tryggja áframhaldandi rekstur og íþróttafélögin líka. Þetta eru bæði góð og gild málefni sem eru væntanlega ekki rekin með neinum massa gróða. Mér finnst e-ð svo lágkúrulegt að vera að seilast í þessa vasa.
Annað finnst mér líka merkilegt við áramótin. Það er skaupið. Mér fannst skaupið fínt í ár en þegar ég hugsa tilbaka þá held ég að ég hafi aldrei skemmt mér vel yfir skaupinu. Ástæðan er sú að svo margir íslendingar verða að hlæja að ÖLLU sem kemur fram í skaupinu. Ég get ekki notið þess að horfa á húmor ef maður fær ekki tækifæri til að velta fyrir sér hvort að þetta sé fyndið þar sem allir eru að öskra úr hlátri yfir öllu saman. Ég meina þetta er alveg ágætt en ég myndi velja fóstbræður eða næturvaktina fram yfir skaupið, alla daga vikunnar og tvisvar á sunnudögum.
Allavega takk fyrir afmæliskveðjurnar og hafið það gott á nýju ári.
2 Comments:
gleðilegt nýtt ár!
einmitt, ég var líka að rífast og skammast yfir gráðugum einstaklingum sem ætla sér aldeilis að græða á flugeldasölu. m.a.s. örn árnason seldi (kannski selur enn?) flugelda í sjálfsstyrkingu. dobbelhnuss!
mig langar að sjá litla sprengjusérfræðinginn, þ.e. myndir af henni um áramótin. er hægt að koma því í kring? dan in real life? búin að sjá hana?
en juno?
Gleðilegt ár sömuleiðis. Örn Árnason skammberibamm. Hann selur enn helvítið á honum. Heyðððrru það eru myndir í tölvunni hjá þeim á Kjaló og við ætlum að nálgast þær sem fyrst. Þú færð að sjá þær fyrst allra. lofa. Ég er ekki búinn að sjá þessar myndir...eða er juno ekki mynd annars??
Farðu að láta sjá þig.
Skrifa ummæli
<< Home