Keilir
Um helgina fórum við fjölskyldan í bíltúr upp á Keili a.k.a. gamla varnarliðstöðin hjá Keflavíkurflugvelli. Okkur langaði að skoða aðstæður og okkur fannst gaman að fá að keyra um svæðið, þar sem maður hefur nú gert það sjaldan um ævina. Við urðum vægast sagt fyrir þónokkru sjokki að koma þarna inn, en tjérnobyl er fyrsta lýsingarorðið (you know what i mean) sem okkur datt í hug. Kannski var það vegna þess að það var sunnudagur, kannski var það vegna þess að allt var þakið í snjó, ég veit það ekki. En það var ekki sála á ferli, allt var svona frekar dreifbýlt og svona frekar dull og litlaust. Ég vildi að ég hefði verið með kort af svæðinu vegna þess að ég áttaði mig ekki á því að þetta væri svona stórt. Svo var frekar spooky að flestar byggingarnar sem við sáum voru mannlausar.
En íbúðirnar eru víst nokkuð fancy og mjög ódýrar. Kannski er betra að koma þarna á virkum degi og þegar sólin er á lofti og jörðin er ekki á kafi í snjó. En það var allavega Hot dog shop sem kveikti í bragðlaukunum...og skaut okkur aftur til ársins1987.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home