Ýmislegt
Í dag er elsku drengurinn okkar fjögurra mánaða. Skemmtilegt að dagurinn skuli lenda á bóndadeginum þar sem við bændurnir eyddum deginum saman í veikindum. Það var mjög fínt enda langt síðan maður hefur átt náttbuxnadag. Horfði á No country for old men...it´s goood. Alvöru Texans sem nota kúrekahatt og keyra á pallbíl. Allir eru flottir í myndinni en mér fannst hann Josh Brolin vera helvíti flottur. "When i say anyone, i mean any swingin dicks"
Mig dreymdi alveg sérstaklega skrýtinn draum í nótt. Ég var að vinna á bensínstöð á ókunnugum stað. Á þessari bensínstöð vann líka Ingibjörg (Bibban). Í draumnum átti ég að vinna á stöðinni á meðan Bibban og Vala færu út á lífið og passa um leið Möttu og Nóa sem voru sofandi í rúmi á miðri bensínstöðinni. En út af mjög sérstakri atburðarrás endaði ég á því að myrða tvo menn sem ég kunni engin deili á. En meirihluti draumsins snerist um að ég var að reyna að hylma yfir glæpinn og forðast lögguna sem var stöðugt á hælum mér.
Alveg finnst mér ameríkanar sérstakir. Nú hafa ýmiss samtök og einhver Fox news repúblikana gerpi tekið að gera grín að dauða og persónu Heath Ledger. Ástæðan er sú að Heath lék í Brokeback mountain sem auðvitað ýtir undir velvild í garð homma. En það er auðvitað ógeðslegt og fyrir það á Heath að brenna í helvíti.
Ég var að velta því fyrir mér um daginn með breytta tíma hvað varðar tækni. T.d. getum við sagt að ef bíómyndin Kids væri gerð í dag þá yrði hún stuttmynd eða bara auglýsing. Cloe S. myndi bara hringja í gsm síma gaursins og tjá honum að hann væri smitaður af Aids. Þyrfti ekkert að vera að keyra um alla NY í leigubíl að leita að honum.
5 Comments:
draumurinn þýðir pottþétt að það er allt of langt síðan að ég og vala höfum djammað saman og gefur í skyn að þið eigið að setja börnin í pössun og koma í helgarferð til dk bara svona svo þú missir ekki vitið;)bibban út!
já hey, hvar verða börnin á meðan? gamma salvy? eða hjá mér? ég svona barnahjúkku.....svo vantar mig no country fer ye olde menses og waitress, anyone..? anyone...? bueller..? bueller..?
rufaló blogga meira
Hva !!! Er blogg verkfall ?? Kv.María
Bibba: Ég held að þetta sé góð ágiskun hjá þér.
Tinstar:mátt fá þetta allt og ég blogga meira
María:Blogga meira núna og til hamingju með kjólinn.
Skrifa ummæli
<< Home