föstudagur, apríl 29, 2005

Skóli lífsins

Dagurinn í dag var mjög lærdómríkur hvað varðar börn og þeirra þankagang. Í gær var ég nefnilega ekki í vinnunni vegna fundarsetu. Þá kom það upp að einn drengurinn ákvað að komast í snert við náttúruna og frummanninn í sjálfum sér. Hann stóð út á skólalóð og létti af sér einni vænni rófu bara fyrir framan alla. Honum var náttúrulega mjög strítt af þessu athæfi og var alveg miður sín. En í dag gerði hann og vinur hans það nákvæmlega sama, reyndar á skólatíma, og voru sendir heim í kjölfarið. Ég veit ekki hver eða hvort þetta hafi verið þrifið upp, þannig að ef þið eruð að labba á skólalóðinni hjá Austó þá look out....Kannski er það vorið sem dregur fram slíka hegðun en mér fannst þetta samt alveg lúmskt fyndið. Það sem var minna fyndið var að í lok dagsins í dag datt ein stelpan úr kastalanum, frekar hátt fall það. Ég var ekki á svæðinu þegar þetta gerðist en kom að þegar búið var að hringja á sjúkrabíl. Ég fór og róaði hana niður og þurrkaði allt blóðið úr andlitinu á henni. Máli var að hún var alveg frekar róleg, nema þegar maður minntist á löppina á henni sem henni var víst mjög illt í. Það kom upp e-r besservisser í mér og ég áleit að þetta gæti ekki verið mjög alvarlegt þar sem hún væri svona róleg. Á tímabili var ég næstum því búinn að afpanta sjúkrabílinn. En síðan komu þessir fagmenn sem sjúkraliðarnir eru og eftir miklar og nákvæmar athuganir ályktuðu þeir að hún væri annaðhvort lærbrotin eða farin úr mjaðmarlið! Þannig að lærdómurinn er: hugsa sig tvisvar um þegar kemur að meiðslum barna. Better be safe than sorry! En nú tekur víst við lærdóms, vinnu- og tiltektarhelgin mikla. Verð víst að afpanta Allt í drasli þar sem fasteignasalinn kemur eftir helgi að meta íbúðina. Síðan er það bara greiðslumat og svo keyrt af stað í þetta prósess sem íbúðarleit er. Mikið, strembið og magnþrungið!

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Ég verð nú bara að segja að hann Jón Gnarr hefði alveg eins getað verið að skrifa beint úr hausnum á mér aftan á fréttablaðinu í dag. Ég er svo sammála honum um þetta sem hann skrifar um. Þessi dagur er þó búinn að vera ansi steiktur og virðist ekkert ætla að batna. Fundarseta fundarseta. Var í hafnarfirði á fundi frá 11 - 17 og þarf svo að hlaupa á forvarnarfund upp í Austó með Ingibjörgu Sólrúnu á eftir kl. 20 - 22. Jebus hvað maður verður dauður eftir þetta. Ég þoli líka ekki á svona fundum þegar er verið að skipa í nefndir eða ráð og það er verið að reyna að þvinga mann til að vera með. Maður fær geðveikt augnaráð ef maður nennir ekki að vera í miðlægu ráði um tyggjóklessur á gagnstéttarbrúnum eða fagráði málglaðra um óleysanleg málefni. Count me out. Mér finnst ekki nægir klukkutímar í sólahring nú þegar so thanks but no thanks. Jæja best að hlaupa og setjast á óþægilegustu sæti í veröldinni, sem eru í bíósalnum í Austó.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Skellur skellur skellur

Nú kemur bara hver skellurinn á mann á fætur öðrum. Í dag kom hr. Visa og bankaði á hausinn á mér. Það virðist sem ólifnaður og kæruleysi síðustu mánaða eigi eftir að draga þó nokkurn dilk á eftir sér. Maður verður víst að klæða sig í sparifatnaðinn á morgun og kyssa nokkra þjónustufulltrúarassa. Kemur í ljós hvernig það fer. En þessi íbúðarmál eru alveg að gera mig gráhærðan. Það er svo auðvelt að taka lán í dag, en íbúðir eru að sjálfsögðu klikk dýrar með eindæmum. Ef ég myndi selja mína íbúð og kaupa aðra þá myndi ég geta losað smá pening og komið mér út úr verstu skuldunum. Ásamt því að halda nánast sömu greiðslubyrði á mánuði. EEEENNNNNN here comes the tricky part. Málið er nefnilega það að....þá væri maður náttúrulega að kaupa sér mjög dýra íbúð, segjum fyrir 14 millur á 90 % láni. Íbúðin sem ég er í núna kostaði á sínum tíma 7,7 millur en eftir að hafa borgað af henni í 3 ár eru lánin orðin hærri en það!!! Sem sagt ef við gefum okkur að ég myndi kaupa mér nýja íbúð og verðið á íbúðum myndi standa í stað eða í versta falli lækka. Þá væri maður frekar fastur í íbúðinni næstu 10 árin eða svo. Lánin eru ekkert að fara að lækka neitt á næstu árum og maður gæti þá ekkert verið að selja íbúðina ef lánin eru hærri en söluverðið. Þannig að væri ekki sniðugra að sitja aðeins á þessu og bíða í nokkur ár. Sjá aðeins hvað gerist og borga þessa íbúð meira niður. Ég held barasta að það væri nokkuð öruggari kostur og betri. En það kemur í ljós á morgun þegar ég fer á hnjánum og bið fyrir fjárhagslegu öryggi mínu á næstu mánuðum.
Ég er að hugsa um að hringja í ská einn og bjóða Allt í drasli að koma til mín. Einfaldlega vegna þess að það er allt í drasli. Ég bara nenni ekki að gera neitt þessa dagana, uppvask og þvottur út um alla íbúð og ýmiss konar furðuleg skriðdýr farinn að láta sjá sig og minna á að sumarið er að koma.

mánudagur, apríl 25, 2005

Nú er maður kominn með nýjan næturgest í húsið. Alltaf þegar ég vakna þá vek ég flækingskött af værum blundi upp á skáp í eldhúsinu. Hann er farinn að gera sig OOhhh mér hlakkar svo til þegar hann kemur með rottu handa mér eins og er siður allra sannra miðbæjarkatta. Ég get ekki beðið. Ég held ég þurfi að fara að hóa í syni mína tvo til að passa upp á pleisið á meðan ég sef. Ekki það að Gutti sé rétti maðurinn í starfið, myndi sennilega fela sig undir sófa á meðan að flækingurinn borðaði matinn hans. En Keli, þrátt fyrir spastískar hreyfingar, lætur ekkert vaða yfir sig.
Fór í júdó áðan og lét plata mig til þess að taka appelsínugula beltið um næstu helgi. Ég kann sem sagt ekkert, en fuck it, maður verður víst að reyna. þetta er nú ekki svo flókið. Geri mig kannski að smá fífli en það sem drepur mann ekki styrkir mann. Er það ekki svoleiðis. En talandi um dauða, ég gleymi aldrei þegar ég heyrði um Darwin awards. Sem eru verðlaun fyrir heimskulegustu dauðsföllin. Dæmi:
  • 3 menn eru í lítilli flugvél og fljúga fram hjá annarri flugvél. Þeir ákveða að múna farþegana í hinni flugvélinni og missa um leið stjórn á sinni og hrapa. Þeir fundust síðan dauðir í brakinu með buxurnar á hælunum! Spáið í momentinu þegar þeir eru að rembast að rétta flugvélina af berrassaðir að neðan. Damn.
  • Lögreglan fann pínu kinky manngrey, sem hafði kafnað þegar hann var að prófa sig áfram í e-m perraathæfum. Hann sem sagt með gasgrímu með rana sem var síðan tengdur í rassgatið á honum. Við þetta kafnaði hann og dó. Eini maðurinn sem ég vorkenni í þessari sögu er löggan sem þurfti actually að útskýra þetta fyrir fjölskyldu og vinum þessa manns.
  • Og sigurvegarinn var maður sem reyndar dó ekki en hann mun ekki fjölga sér ever. Hann sem sagt var á fylleríi með vinum sínum á golfvelli. Þeir komu auga á vél sem hreinsar golfkúlur. Hann ákveður að setjast á vélina sem var frekar hátt uppi og studdi sig með tveimur golfkylfum. Hann setur síðan eistun á sér í vélina og "vinir" hans kveikja á henni. Þá kemur í ljós að krafturinn í vélinni er svo mikill að gaurinn meiðir sig þannig að hann missir jafnvægið og um leið golfkylfurnar. Í dag getur hann geymt vel bónuð eistun sín fyrrverandi upp á hillu þar sem þau slitnuðu af.
Tjékk it out.

http://www.darwinawards.com/

sunnudagur, apríl 24, 2005

Var að koma úr þynnkukörfubolta sem var hreint ekkert ævintýri. Svimi og blóðbragð í munni vegna skorts á þoli. Ég henti boltanum oftar út af en nálægt næsta manni og var alltaf skrefinu á eftir öllum. Gott að aldurinn hefur ekki haft nein áhrif á þol og úthald.
Ég hef mikið verið að spá í hvort að þeir strákar sem alast upp án föðurs eða sterkrar föðurímyndar séu yfirleitt meiri karlmenni en hinir. Mér finnst eins svo margir strákar í kringum mig sem ólust upp svoleiðis vera svo mikið svona take charge gaurar. Þeir gera bara það sem þarf að gera og ekkert vesen. Svo eru hinir kannski meira smeykir við að taka á skarið vegna þess að þeir eru vanir því að láta leiðbeina sér áfram í gegnum lífið. Þetta er pæling.
Nú er maður farinn að spá í hvort að tími sé kominn til að stækka við sig og flytja. Ég var að kíkja á markaðinn og jesus H Christ hvað íbúðir eru dýrar. Ef ég myndi vilja stækka við mig í 3 herbergja íbúð þá myndi þurfa að borga minnst 14 millur fyrir stykkið. Ég veit náttúrulega ekkert hvað ég fengi fyrir mína. Samt voru allar íbúðirnar sem ég skoðaði í kjallara og með pínku klósetti. Nennir maður því. Að fara úr kjallaraholu með litlu klósetti í aðra eins sem er aðeins stærri. Kannski maður gerist bara gamalmenni og flytji í grafarvoginn og fái sér Volvo.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Athyglissjúki uppistandarinn

Mér brá alveg svakalega upp um daginn þegar ég komst að því að maður sem ég hélt að væri 120 ára, er í raun yngri en pabbi og Kiddi hennar mömmu. Sem þýðir að hann er rétt hálfrar aldar gamall. Það er frekar magnað hvað fólk er misellilegt og hegðar sér líka misellilega. Þessi maður gengur með kryppu og talar eins og hann hafi verið í hópnum sem sagði svo eftirminnilega “Sveinbjörn Egilsson Pereat.” Ég býst við að sumir fæðist bara gamlir og það sé ekkert við því að gera. Og alltaf líður mér eins og 12 ára stelpu.
Hvað er að gerast með fréttamiðla þessa lands. Er það frétt að Inga Lind og Logi Bergmann fari saman í keilu. Og ennfremur að Þröstur 300 hafi verið rekinn frá Fm og þar sé mikið hnakkastríð í uppsiglingu. Vá hvað ég vona að maður fái þessar fréttir beint í æð, vonandi verður sjónvarpsdagskráin rofin þegar meira kemur í ljós. Hvernig á Ásgeir Kolbeins eftir að standa sig...phuffff. Ég get ekki beðið.
Ég fór á fræðslu um daginn í vinnunni með athyglissjúkasta manni sem ég hef hitt. Hann var svo spenntur þegar að hann fékk spottlædið á sig að ég hélt að hann myndi springa. Hann reyndi að vera fyndinn í hvert einasta skipti. Ég skil heldur aldrei af hverju fólk er að hlæja að svona vitleysingum. Þegar kom að hópnum hans að kynna afrakstur vinnunnar then all hell broke loose. Loksins kom hans tími. Greyið fólkið sem var með honum í hóp þurfti að standa þarna á meðan að hann gerði sig að fífli. Þetta var svo vandræðalegt eftir nokkrar mínútur að ég þurfti að horfa niður og þykjast reima skóna mína, ég gat ekki meir. Þetta er svona svipað og þegar fólk er manað til að fara upp á svið og syngja eða segja brandara og það gengur voða vel fyrst en síðan kann það ekki að stoppa, það losnar svona um hömlur og egóið fær overdose af bústi. En hvað um það ég vona að hann hætti ekki að vinna og fari að túra um landið sem uppistandari, bara vegna þessa atviks.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Smellti mér á Trabant í gær á Nasa. Var mikið um dýrðir og sæluvímam skein úr andlitum viðstaddra. Rassi prump og félagar fóru algjörlega á kostum. Staðurinn var alveg pakkaður af listelskandi og bjórþambandi prumpufylgjendum. Alveg málið að nálgast þessa plötu og henda sér í hvít jakkaföt og baða sig í glimmer. Er búinn að eiga fínan rólegheita dag, tók til og chillaði bara heima í kvöld. Ekkert djamm og enginn bjór. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn í marga marga marga mánuði sem þetta gerist. Tók rosa sniðugt próf í dag á netinu sem ég fékk sent. Þetta er svona Dalai lama próf, ef e-r kannast við það. En til að gera langa sögu stutta, þá á maður að óska sér einnar óskar og síðan á lokasvarið að tengjast þessari ósk. Og út úr mínu prófi kom síðan þetta rosalega sniðuga svar við óskinni minni. Þegar ég síðan ætlaði ég að fara að segja frá þessu var mér bent á að ef ég myndi segja frá óskinni þá myndi hún ekki rætast. Þannig að ég verð að sitja á þessum upplýsingum í lengri lengri tíma. Ég er sko ekki maðurinn til að sitja á upplýsingum, ef ég væri tekinn til fanga í stríði þá myndi ég sennilega segja frá öllum hernaðarleyndarmálum bara til að vera fyrstur með fréttirnar.

Hérna koma tveir ósmekklegustu brandarar sem ég hef heyrt.

1. Af hverju er svona gott að sofa hjá óléttum konum? Svar: Vegna þess að maður fær blow job um leið og maður sefur hjá þeim.
2. Manneskja fær lítið sár á puttann sem blæðir úr. Önnur manneskja býðst til að kyssa á sárið og sleikja blóðið í leiðinni. Þá segir fyrsta manneskjan “nei ekki, ég er með eyðni. Nei, djók.”

föstudagur, apríl 15, 2005

Það er svo skrýtið þegar að aldurinn færist yfir mann, hvað allt heila klabbið virðist verða flóknara og flóknara. Ég man alltaf hvernig það var þegar maður var yngri og vitlausari og allir möguleikarnir voru yfirþyrmandi margir. Allar leiðir voru opnar. Nú virðist hins vegar sem að fleiri og fleiri hurðir séu að lokast, sem er eins konar veruleikatjékk. Ekki að það sé endilega slæmt, ég meina kannski eru hurðirnar færri, en þær eru most definitely stærri og greinilegri. En það er alltaf erfitt að sætta sig við að hvernig lífið getur komið manni á óvart. Vinátta breytist, fólk þroskast hvert frá öðru og hrifning hverfur. En ég býst við því að það sem aldurinn á eftir að kenna manni er að sætta sig við þessa óvæntu hluti sem koma stundum aftan að manni eins og hvirfilbylur. Þá kemur að því sem ég átta mig á með reglulegu millibili, en næ einhvernveginn aldrei að innlima það í minn average sized brain. Carpe diem. Njóttu dagsins í dag. Ég meina, þetta er kannski ekki beint mottó sem hægt er að lifa eftir á hverri sekúndu, en það er allavega gott að hafa það bakvið eyrað. Ég held að þetta sé frekar gott mottó til að grípa í svona from time to time.
Ég er búinn að vera spá í allan dag manni sem ég vinn með sem er gamall og fínn kall en er með áunnina sykursýki. Hann hefur lifað óhollustu lífi og er að uppskera eins og hann sáði (kannski svolítið hart að segja þetta svona) en það sem ég er aðallega að hugsa um er hvernig þetta verður eiginlega þegar við öll verðum gömul. Ég meina það drekka flestir svona 2 lítra af gosi á viku, í minnsta lagi og heilan helling af nammi. Verður ekki bara 95% af okkur með þetta. Þetta er scary shit, alveg spurning að fara að breyta mataræðinu.
Ég er búinn að vera svo heavy duglegur að fara á IIFF. Fór í gær á The Motorcycles diaries. Hún var algjör snilld, falleg ferðamynd sem lætur mann taka stefnuna út í óvissuna um leið og komið er út af myndinni. Kannski er aðeins of mikið verið að fegra fátækt og eymd ferðalífsins. En samt undurfögur mynd með undurfögru fólki. Síðan fór ég á Downfall um vin okkar hann Adolf. Þessi mynd er heldur löng en sýnir skemmtilega mannlega hlið á Dolla Hill. Tjékk it out.

p.s. er e-ð að þvi að vera hræddur við strúta.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Eina sem ég get sagt þessa dagana er í gegnum ljóðlist Ronana Keating eða eins og segir í laginu: Life is a rollercoster, you just got to ride it. Já hlutirnir gera hratt og eru síbreytilegir hér á þessu landi. En maður verður víst bara að bretta upp ermarnar og fá sér sæti í rússíbananum. Hélt ég yrði ekki eldri í dag þegar ég fór í Bónus í dag og rauðhærði tvíburabróðir minn sem sér um kerrurnar í Bónus keyrði mig næstum því niður þegar ég var í sakleysi mínu að versla í matinn í dag. Og hann sagði ekki einu sinni afsakið, ég hélt á tímabili að ég væri kominn aftur til London, höfuðborgar dónaskaparins. Nei djók, London er fín. Sorry punters. Jæja best að drífa sig að horfa á QEFTSG.
P.s. Hvað er að gerast í bloggheiminum. Það virðast allir vera að deyja úr bloggleti.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Ok kannski var ég aðeins og dómharður á A hole in my heart. Maður verður kannski bara að sjá hana aftur í betri fílíng. En ég fer ekki ofan af þeirri skoðun að þessi mynd kemst ekki með typpið þar sem að Lilja4ever hefur rasshárin. En talandi um góðar og áhrifaríkar myndir þá horfðu ég og Svanurinn á skylduáhorf elskenda og nýbúa (það er að segja pör sem er nýbyrjuð að búa). Sú mynd heitir About last night og skartar Rob lowe á hátindinum ásamt Demi Moore í brjóstahaldarastærð 26A. Þar er á listilega góðan hátt lýst hættusporum sem að ung pör eru gjörn að taka. Biblía sambandsguðsins og er myndin algjör klassík og skyldueign á öllum heimilum. Eitt sérkenni mynda frá þessu tímabili er að í hverri virðist takmarkið vera að hafa einn hittara. Og ólíkt myndum nú til dags eru þessi lög spiluð frá byrjun til enda á hápunkti myndarinnar, með klysjukenndum atriðum í bakgrunni. Þannig að stundum fær maður á tilfinninguna að maður sé að horfa á kareókí myndband í miðri mynd. En James Belushi stelur alveg senunni í þessari mynd sem ráðagóði vinurinn með tilfinningaþroska á við jarðaber. Gott að eiga samtal við þennan mann um sambandið og eina sem hann getur lagt til málanna er "Does she give head......i am saying does she give head to you?"
Ég er alveg á hættustigi að springa úr seddu eftir þennan dag. Best að byrja daginn þunnur í fermingarveislu og kunna sér ekki hóf við veisluborðið. Fara síðan nánast beint eftir það á Ruby Tuesday og borða á sig meira og stærra gat. Nenni svo ekki að fara að vinna á morgun, vinnuleiðan mín stækkar og vex eins og kaktusinn sem dó eftir vikudvöl í minni umsjá.

laugardagur, apríl 09, 2005

Fór í gær á tripledate með Völuvinum og að sjálfsögðu _ _ _ _. Við fórum á hina umtöluðu og ofmetnu mynd Hola í hjarta mínu eða Et hjul i mitt hjerte. Ég sat þarna og beið eftir mynd í sama gæðaflokki og Lila4ever, en eina sem kom á skjáinn var óþægilegar tökur, viðbjóður og tómlegur söguþráður. Leikurinn var reyndar mjög góður, en mér fannst stundum eins og aðalpointið með myndinni væri að ganga fram að fólki með öllum tiltækum ráðum. Eftir myndina stóð einn af leikurum myndarinnar upp á sviði, ásamt Jón Atla rithöfundi, og tók við spurningum úr sal. Allt það ferli var frekar vandræðalegt og erfitt að horfa á. Sérstaklega þegar að fræga íslenska leikaraparið úr hárinu (Björn Thor og fimm stelpur kærasta hans) fóru að spyrja leikarann gáfulegra spurninga um myndina. En það eru bara svo margar myndir sem ég verð að sjá á þessari hátíð. Spurning að kaupa sér passa???

föstudagur, apríl 08, 2005

Ég sit hérna heima, búinn að vera veikur í tvo daga og er að borða mestu kaloríubombu sem til er norðan Mósambík. Ég hvet alla til að prófa: Takið fram eldfast mót og smyrjið botninn með vænu lagi af rjómaosti. Hellið síðan einni krukku af salsasósu yfir, mildri eða sterkri, það er bara smekkur eftir fer. Síðan takið þið vænt oststykki og rífið yfir, smellið síðan inn í ofn á 180 c í svona 10 -15 mín. Borðið með Doritos, helst bláum. Eftir að þið hafið lokið af ykkur þá getið þið setið og hlustað á sjálfa ykkur fitna. Ekki nema þið verðið sest á klósettið áður en þið getið sagt vindverkir. Það er nú búið að vera meira ástandið á þessu heimili, Valgerður Björg dóttir hans Hafsteins er búin að vera með ælupestina í marga marga daga og ógleði og síðan tek ég við örfáum dögum síðar. En það er bara gaman, vegna þess að í gær náði ég loksins að horfa á 19. þátt í Lost og 20. þáttur er á leiðinni. Ef þið eruð ekki orðin hooked á Lost þá skulu þið gera það strax.
Mig er farið að langa að hlusta á nýja tónlist, e-ð sem kveikir aðeins í manni, er kominn með tónlistarleiða á tónlistinni sem ég á. Verð að fara að ná í e-ð sem gefur manni smá spark í röven. Plís getur e-r komið með hugmyndir!!! Það þarf ekki að vera nýtt, það er svo margt sem ég eftir að uppgvöta. Nokkrir snillingar sem ég á eftir að kynnast miklu betur eru eftirfarandi:

Nick Cave
Elvis
Flest pönk
Bob Marley
Early Chili Peppers
Interpol
Wilco

Og svo margt margt meira sem ég veit ekki um.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Mér finnst svo merkilegt hvað lífið getur komið manni á óvart. Það er alveg sama hvaða ákvarðanir maður tekur eða hvert maður heldur að allt stefni. Hlutirnir eru svo fljótir að breytast að það hálfa væri nóg. Ef e-r hefði komið til mín um áramótin og sagt mér að í apríl myndi ég vera í þessum aðstæðum, þá hefði ég ekki trúað því fyrir tott. Ég býst við að ég verði að vitna enn einu sinni í snillinginn hann Lennon "Life is what happens to you, when you are busy making other plans".
Önnur merkileg pæling sem hefur gert vart um sig í heilaberkinum. Það er hvað fólk getur nú verið misjafnt í þessum heimi. Hvernig ég sé eða upplifi hlutina getur verið svo fjarri því sem aðrir upplifa sömu hluti. Einfalt dæmi er nefborun. Að mínu mati er nefborun svo sem allt í lagi. En ég þekki nokkra á mínum aldri sem bora í nefið á sér og borða það á almannafæri. Ok...ég hef verið að spá vegna þess að mér finnst það ógeðslegt, kannski er þetta bara allt öðruvísi upplifun fyrir þá. Kannski bragðast horið þeirra eins og hnetusmjör bragðast fyrir mér. Ég meina hver veit...ég segi bara ef ekki þá...why would you do that!
Ég hef upp á síðkastið verið að hafa áhyggjur að því að ég sé að verða linur í ellinni. Ég hef nefnilega verið að detta inn í lagið white flag með Dido!!! Getur einhver sagt hjálpað mér að botna í þessum texta. Ég skil þetta ekki. Í viðlaginu segir hún " i will go down with this ship, i wont put my hands up and surrender...there will be no flag above my door...im in love bla bla bla" Sem sagt hún ætlar ekkert að gefast upp og vill berjast fyrir sambandinu. En síðan er hún að tala um hvernig hún hafi rústað lífi greyið mannsins sem lagið fjallar um og hún skilji vel ef hann vilji ekki tala við hana aftur. Og til að bæta ofan á það þá segir hún að ef þau myndu hittast á förnum vegi þá myndi hún ekki segja neitt um hvernig henni líður. Ok HALLO er þetta að berjast fyrir sambandi. Hugsa konur svona eða hugsar bara fræga og ríka fólkið svona.