föstudagur, apríl 08, 2005

Ég sit hérna heima, búinn að vera veikur í tvo daga og er að borða mestu kaloríubombu sem til er norðan Mósambík. Ég hvet alla til að prófa: Takið fram eldfast mót og smyrjið botninn með vænu lagi af rjómaosti. Hellið síðan einni krukku af salsasósu yfir, mildri eða sterkri, það er bara smekkur eftir fer. Síðan takið þið vænt oststykki og rífið yfir, smellið síðan inn í ofn á 180 c í svona 10 -15 mín. Borðið með Doritos, helst bláum. Eftir að þið hafið lokið af ykkur þá getið þið setið og hlustað á sjálfa ykkur fitna. Ekki nema þið verðið sest á klósettið áður en þið getið sagt vindverkir. Það er nú búið að vera meira ástandið á þessu heimili, Valgerður Björg dóttir hans Hafsteins er búin að vera með ælupestina í marga marga daga og ógleði og síðan tek ég við örfáum dögum síðar. En það er bara gaman, vegna þess að í gær náði ég loksins að horfa á 19. þátt í Lost og 20. þáttur er á leiðinni. Ef þið eruð ekki orðin hooked á Lost þá skulu þið gera það strax.
Mig er farið að langa að hlusta á nýja tónlist, e-ð sem kveikir aðeins í manni, er kominn með tónlistarleiða á tónlistinni sem ég á. Verð að fara að ná í e-ð sem gefur manni smá spark í röven. Plís getur e-r komið með hugmyndir!!! Það þarf ekki að vera nýtt, það er svo margt sem ég eftir að uppgvöta. Nokkrir snillingar sem ég á eftir að kynnast miklu betur eru eftirfarandi:

Nick Cave
Elvis
Flest pönk
Bob Marley
Early Chili Peppers
Interpol
Wilco

Og svo margt margt meira sem ég veit ekki um.

2 Comments:

Blogger arna said...

hjálmar, tenderfoot, tristian..
þetta er bara það sem ég hef verið að hlusta á þessa dagana. allt íslenskt og mjög boðleg tónlist..
vonandi batnar ykkur skötuhjúum.. :)

6:17 e.h.  
Blogger Óli said...

Já takk fyrir þetta ég tjékka á boðlegheitunum.

9:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home