fimmtudagur, apríl 28, 2005

Ég verð nú bara að segja að hann Jón Gnarr hefði alveg eins getað verið að skrifa beint úr hausnum á mér aftan á fréttablaðinu í dag. Ég er svo sammála honum um þetta sem hann skrifar um. Þessi dagur er þó búinn að vera ansi steiktur og virðist ekkert ætla að batna. Fundarseta fundarseta. Var í hafnarfirði á fundi frá 11 - 17 og þarf svo að hlaupa á forvarnarfund upp í Austó með Ingibjörgu Sólrúnu á eftir kl. 20 - 22. Jebus hvað maður verður dauður eftir þetta. Ég þoli líka ekki á svona fundum þegar er verið að skipa í nefndir eða ráð og það er verið að reyna að þvinga mann til að vera með. Maður fær geðveikt augnaráð ef maður nennir ekki að vera í miðlægu ráði um tyggjóklessur á gagnstéttarbrúnum eða fagráði málglaðra um óleysanleg málefni. Count me out. Mér finnst ekki nægir klukkutímar í sólahring nú þegar so thanks but no thanks. Jæja best að hlaupa og setjast á óþægilegustu sæti í veröldinni, sem eru í bíósalnum í Austó.

3 Comments:

Blogger arna said...

ég hugsaði einmitt það sama þegar ég las þetta. er algjörlega sammála honum. þessi skilnaðaralda er alveg að gera mann dauðhræddan við að ganga í þennan pakka, börn, hjónaband og allt það. alla vega er ég skíthrædd..

6:24 e.h.  
Blogger Óli said...

Nei nei það þýðir ekkert. Bara velja rétt og fara hægt í sakirnar. Alveg eins og ég geri alltaf!

8:34 e.h.  
Blogger arna said...

aha.. einmitt ;)

10:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home