þriðjudagur, apríl 12, 2005

Eina sem ég get sagt þessa dagana er í gegnum ljóðlist Ronana Keating eða eins og segir í laginu: Life is a rollercoster, you just got to ride it. Já hlutirnir gera hratt og eru síbreytilegir hér á þessu landi. En maður verður víst bara að bretta upp ermarnar og fá sér sæti í rússíbananum. Hélt ég yrði ekki eldri í dag þegar ég fór í Bónus í dag og rauðhærði tvíburabróðir minn sem sér um kerrurnar í Bónus keyrði mig næstum því niður þegar ég var í sakleysi mínu að versla í matinn í dag. Og hann sagði ekki einu sinni afsakið, ég hélt á tímabili að ég væri kominn aftur til London, höfuðborgar dónaskaparins. Nei djók, London er fín. Sorry punters. Jæja best að drífa sig að horfa á QEFTSG.
P.s. Hvað er að gerast í bloggheiminum. Það virðast allir vera að deyja úr bloggleti.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Innilega sammála þér með blogið. Er blog bólan sprungin? hmmm Þú ert aðalnúmerið þarna úti :) og það fyrsta sem ég kíki á á morgnana. Keep up the good work my friend !!!

Haukurinn

7:03 f.h.  
Blogger Óli said...

Þakka þér fyrir það kall. Við vonum bara að fólk fari að taka við sér.

10:07 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home