þriðjudagur, apríl 26, 2005

Skellur skellur skellur

Nú kemur bara hver skellurinn á mann á fætur öðrum. Í dag kom hr. Visa og bankaði á hausinn á mér. Það virðist sem ólifnaður og kæruleysi síðustu mánaða eigi eftir að draga þó nokkurn dilk á eftir sér. Maður verður víst að klæða sig í sparifatnaðinn á morgun og kyssa nokkra þjónustufulltrúarassa. Kemur í ljós hvernig það fer. En þessi íbúðarmál eru alveg að gera mig gráhærðan. Það er svo auðvelt að taka lán í dag, en íbúðir eru að sjálfsögðu klikk dýrar með eindæmum. Ef ég myndi selja mína íbúð og kaupa aðra þá myndi ég geta losað smá pening og komið mér út úr verstu skuldunum. Ásamt því að halda nánast sömu greiðslubyrði á mánuði. EEEENNNNNN here comes the tricky part. Málið er nefnilega það að....þá væri maður náttúrulega að kaupa sér mjög dýra íbúð, segjum fyrir 14 millur á 90 % láni. Íbúðin sem ég er í núna kostaði á sínum tíma 7,7 millur en eftir að hafa borgað af henni í 3 ár eru lánin orðin hærri en það!!! Sem sagt ef við gefum okkur að ég myndi kaupa mér nýja íbúð og verðið á íbúðum myndi standa í stað eða í versta falli lækka. Þá væri maður frekar fastur í íbúðinni næstu 10 árin eða svo. Lánin eru ekkert að fara að lækka neitt á næstu árum og maður gæti þá ekkert verið að selja íbúðina ef lánin eru hærri en söluverðið. Þannig að væri ekki sniðugra að sitja aðeins á þessu og bíða í nokkur ár. Sjá aðeins hvað gerist og borga þessa íbúð meira niður. Ég held barasta að það væri nokkuð öruggari kostur og betri. En það kemur í ljós á morgun þegar ég fer á hnjánum og bið fyrir fjárhagslegu öryggi mínu á næstu mánuðum.
Ég er að hugsa um að hringja í ská einn og bjóða Allt í drasli að koma til mín. Einfaldlega vegna þess að það er allt í drasli. Ég bara nenni ekki að gera neitt þessa dagana, uppvask og þvottur út um alla íbúð og ýmiss konar furðuleg skriðdýr farinn að láta sjá sig og minna á að sumarið er að koma.

3 Comments:

Blogger Ásta said...

Jæks! Heppin ég að þurfa ekki að velta þessu fyrir mér enn sem komið er:) En fyrir vikið á ég aldrei eftir að eignast neitt, eilífðarnámsmaðurinn!:S Gangi þér vel með þetta allt saman:)

8:09 f.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir það. Þú átt eftir að eignast fullt. Jeppa, einbýlishús og fullt af börnum. Mundu bara eftir okkur litla fólkinu þegar horfir niður af toppnum ; )

8:33 e.h.  
Blogger Ásta said...

hahahaha...

Einhvern veginn liggur mér samt ekkert á að fjárfesta í svona stórum gripum eins og bíl og hús.. mér finnst nógu flókið að fylla út skattskýrsluna eins og er...:)hehe Það kemur þó að þessu, þegar maður verður fullorðinn..er ekki samt nokkuð langt í það??:)

12:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home