sunnudagur, apríl 24, 2005

Var að koma úr þynnkukörfubolta sem var hreint ekkert ævintýri. Svimi og blóðbragð í munni vegna skorts á þoli. Ég henti boltanum oftar út af en nálægt næsta manni og var alltaf skrefinu á eftir öllum. Gott að aldurinn hefur ekki haft nein áhrif á þol og úthald.
Ég hef mikið verið að spá í hvort að þeir strákar sem alast upp án föðurs eða sterkrar föðurímyndar séu yfirleitt meiri karlmenni en hinir. Mér finnst eins svo margir strákar í kringum mig sem ólust upp svoleiðis vera svo mikið svona take charge gaurar. Þeir gera bara það sem þarf að gera og ekkert vesen. Svo eru hinir kannski meira smeykir við að taka á skarið vegna þess að þeir eru vanir því að láta leiðbeina sér áfram í gegnum lífið. Þetta er pæling.
Nú er maður farinn að spá í hvort að tími sé kominn til að stækka við sig og flytja. Ég var að kíkja á markaðinn og jesus H Christ hvað íbúðir eru dýrar. Ef ég myndi vilja stækka við mig í 3 herbergja íbúð þá myndi þurfa að borga minnst 14 millur fyrir stykkið. Ég veit náttúrulega ekkert hvað ég fengi fyrir mína. Samt voru allar íbúðirnar sem ég skoðaði í kjallara og með pínku klósetti. Nennir maður því. Að fara úr kjallaraholu með litlu klósetti í aðra eins sem er aðeins stærri. Kannski maður gerist bara gamalmenni og flytji í grafarvoginn og fái sér Volvo.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er þetta! Aldurinn hefur engin áhrif, bara þarf að anda aðeins þyngra, aumari í liðamótum og helmingi seinni á sér en í gamla daga :) En sammála með húsnæðismarkaðinn, shit hvað ég er farin að kvíða fyrir. Enda örugglega með að þurfa kaupa smá kjallara fyrir 30 millur og annað nýrað loksins þegar ég kem heim í slaginn, en það er ekkert athugavert við Volvo (ertu búin að telja kertin á síðustu afmælisköku :) )
Haukurinn

7:04 f.h.  
Blogger Óli said...

Kertin eru orðin svo mörg að þau komast ekki á kökuna. En þessi húsnæðismarkaður er crazy!

12:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home