Það er svo skrýtið þegar að aldurinn færist yfir mann, hvað allt heila klabbið virðist verða flóknara og flóknara. Ég man alltaf hvernig það var þegar maður var yngri og vitlausari og allir möguleikarnir voru yfirþyrmandi margir. Allar leiðir voru opnar. Nú virðist hins vegar sem að fleiri og fleiri hurðir séu að lokast, sem er eins konar veruleikatjékk. Ekki að það sé endilega slæmt, ég meina kannski eru hurðirnar færri, en þær eru most definitely stærri og greinilegri. En það er alltaf erfitt að sætta sig við að hvernig lífið getur komið manni á óvart. Vinátta breytist, fólk þroskast hvert frá öðru og hrifning hverfur. En ég býst við því að það sem aldurinn á eftir að kenna manni er að sætta sig við þessa óvæntu hluti sem koma stundum aftan að manni eins og hvirfilbylur. Þá kemur að því sem ég átta mig á með reglulegu millibili, en næ einhvernveginn aldrei að innlima það í minn average sized brain. Carpe diem. Njóttu dagsins í dag. Ég meina, þetta er kannski ekki beint mottó sem hægt er að lifa eftir á hverri sekúndu, en það er allavega gott að hafa það bakvið eyrað. Ég held að þetta sé frekar gott mottó til að grípa í svona from time to time.
Ég er búinn að vera spá í allan dag manni sem ég vinn með sem er gamall og fínn kall en er með áunnina sykursýki. Hann hefur lifað óhollustu lífi og er að uppskera eins og hann sáði (kannski svolítið hart að segja þetta svona) en það sem ég er aðallega að hugsa um er hvernig þetta verður eiginlega þegar við öll verðum gömul. Ég meina það drekka flestir svona 2 lítra af gosi á viku, í minnsta lagi og heilan helling af nammi. Verður ekki bara 95% af okkur með þetta. Þetta er scary shit, alveg spurning að fara að breyta mataræðinu.
Ég er búinn að vera svo heavy duglegur að fara á IIFF. Fór í gær á The Motorcycles diaries. Hún var algjör snilld, falleg ferðamynd sem lætur mann taka stefnuna út í óvissuna um leið og komið er út af myndinni. Kannski er aðeins of mikið verið að fegra fátækt og eymd ferðalífsins. En samt undurfögur mynd með undurfögru fólki. Síðan fór ég á Downfall um vin okkar hann Adolf. Þessi mynd er heldur löng en sýnir skemmtilega mannlega hlið á Dolla Hill. Tjékk it out.
p.s. er e-ð að þvi að vera hræddur við strúta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home