mánudagur, apríl 25, 2005

Nú er maður kominn með nýjan næturgest í húsið. Alltaf þegar ég vakna þá vek ég flækingskött af værum blundi upp á skáp í eldhúsinu. Hann er farinn að gera sig OOhhh mér hlakkar svo til þegar hann kemur með rottu handa mér eins og er siður allra sannra miðbæjarkatta. Ég get ekki beðið. Ég held ég þurfi að fara að hóa í syni mína tvo til að passa upp á pleisið á meðan ég sef. Ekki það að Gutti sé rétti maðurinn í starfið, myndi sennilega fela sig undir sófa á meðan að flækingurinn borðaði matinn hans. En Keli, þrátt fyrir spastískar hreyfingar, lætur ekkert vaða yfir sig.
Fór í júdó áðan og lét plata mig til þess að taka appelsínugula beltið um næstu helgi. Ég kann sem sagt ekkert, en fuck it, maður verður víst að reyna. þetta er nú ekki svo flókið. Geri mig kannski að smá fífli en það sem drepur mann ekki styrkir mann. Er það ekki svoleiðis. En talandi um dauða, ég gleymi aldrei þegar ég heyrði um Darwin awards. Sem eru verðlaun fyrir heimskulegustu dauðsföllin. Dæmi:
  • 3 menn eru í lítilli flugvél og fljúga fram hjá annarri flugvél. Þeir ákveða að múna farþegana í hinni flugvélinni og missa um leið stjórn á sinni og hrapa. Þeir fundust síðan dauðir í brakinu með buxurnar á hælunum! Spáið í momentinu þegar þeir eru að rembast að rétta flugvélina af berrassaðir að neðan. Damn.
  • Lögreglan fann pínu kinky manngrey, sem hafði kafnað þegar hann var að prófa sig áfram í e-m perraathæfum. Hann sem sagt með gasgrímu með rana sem var síðan tengdur í rassgatið á honum. Við þetta kafnaði hann og dó. Eini maðurinn sem ég vorkenni í þessari sögu er löggan sem þurfti actually að útskýra þetta fyrir fjölskyldu og vinum þessa manns.
  • Og sigurvegarinn var maður sem reyndar dó ekki en hann mun ekki fjölga sér ever. Hann sem sagt var á fylleríi með vinum sínum á golfvelli. Þeir komu auga á vél sem hreinsar golfkúlur. Hann ákveður að setjast á vélina sem var frekar hátt uppi og studdi sig með tveimur golfkylfum. Hann setur síðan eistun á sér í vélina og "vinir" hans kveikja á henni. Þá kemur í ljós að krafturinn í vélinni er svo mikill að gaurinn meiðir sig þannig að hann missir jafnvægið og um leið golfkylfurnar. Í dag getur hann geymt vel bónuð eistun sín fyrrverandi upp á hillu þar sem þau slitnuðu af.
Tjékk it out.

http://www.darwinawards.com/

2 Comments:

Blogger arna said...

ouch!

12:33 f.h.  
Blogger Óli said...

jebbs, gáfulegt ekki satt!

12:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home