fimmtudagur, apríl 21, 2005

Athyglissjúki uppistandarinn

Mér brá alveg svakalega upp um daginn þegar ég komst að því að maður sem ég hélt að væri 120 ára, er í raun yngri en pabbi og Kiddi hennar mömmu. Sem þýðir að hann er rétt hálfrar aldar gamall. Það er frekar magnað hvað fólk er misellilegt og hegðar sér líka misellilega. Þessi maður gengur með kryppu og talar eins og hann hafi verið í hópnum sem sagði svo eftirminnilega “Sveinbjörn Egilsson Pereat.” Ég býst við að sumir fæðist bara gamlir og það sé ekkert við því að gera. Og alltaf líður mér eins og 12 ára stelpu.
Hvað er að gerast með fréttamiðla þessa lands. Er það frétt að Inga Lind og Logi Bergmann fari saman í keilu. Og ennfremur að Þröstur 300 hafi verið rekinn frá Fm og þar sé mikið hnakkastríð í uppsiglingu. Vá hvað ég vona að maður fái þessar fréttir beint í æð, vonandi verður sjónvarpsdagskráin rofin þegar meira kemur í ljós. Hvernig á Ásgeir Kolbeins eftir að standa sig...phuffff. Ég get ekki beðið.
Ég fór á fræðslu um daginn í vinnunni með athyglissjúkasta manni sem ég hef hitt. Hann var svo spenntur þegar að hann fékk spottlædið á sig að ég hélt að hann myndi springa. Hann reyndi að vera fyndinn í hvert einasta skipti. Ég skil heldur aldrei af hverju fólk er að hlæja að svona vitleysingum. Þegar kom að hópnum hans að kynna afrakstur vinnunnar then all hell broke loose. Loksins kom hans tími. Greyið fólkið sem var með honum í hóp þurfti að standa þarna á meðan að hann gerði sig að fífli. Þetta var svo vandræðalegt eftir nokkrar mínútur að ég þurfti að horfa niður og þykjast reima skóna mína, ég gat ekki meir. Þetta er svona svipað og þegar fólk er manað til að fara upp á svið og syngja eða segja brandara og það gengur voða vel fyrst en síðan kann það ekki að stoppa, það losnar svona um hömlur og egóið fær overdose af bústi. En hvað um það ég vona að hann hætti ekki að vinna og fari að túra um landið sem uppistandari, bara vegna þessa atviks.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home